Um tuttugu þúsund komust af Sinjar-fjalli Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 11. ágúst 2014 07:00 Þessir Jasídar komust úr herkvínni eftir undankomuleið Kúrda og fengu að fara til Sýrlands. NordicPhotos/Getty Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans. Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira
Talið er að um tuttugu þúsund manns af ættbálki Jasída hafi komist niður af Sinjar-fjalli í gærdag en Sameinuðu þjóðirnar áætluðu í síðustu viku að um fimmtíu þúsund manns sætu þar föst í herkví öfgamanna í samtökunum Íslamskt ríki. (ÍS) ÍS-liðar réðust inn á landsvæði hinna kristnu Jasída í fjöllunum í síðustu viku og ættbálkurinn flúði af ótta við að verða drepinn en ekki komust allir undan. Talið er að hundruð manna hafi verið drepin nú þegar, konur hafi verið hnepptar í þrældóm og tugir barna látist úr þorsta. „Við heyrðum í sprengjuvörpum morguninn sem þeir [herskáu íslamistarnir] komu á Sinjar-fjall,“ segir Zahra Jardo, Jasídakona, í samtali við Reuters. „Þannig að við flúðum til fjalla og þeir sem þar eru þjást af miklum þorsta. Það er ekkert vatn. Þeir tóku líka stúlkur og nauðguðu þeim. Þeir segja að Jasídar verði að snúast til íslamstrúar.“ Þeir sem ekki komast af fjallinu hafa úr tveimur jafn slæmum kostum að velja: Annars vegar deyja úr þorsta eða hungri á fjallinum þar sem ÍS leyfir ekki að þangað séu fluttar nauðþurftir eða koma niður af fjallinu og verða slátrað af herflokknum sem ferðast um landið allt og þvingar kristin samfélög til þess að taka upp íslamstrú eða láta lífið ella. Bandaríkjamönnum hefur fimm sinnum tekist að sleppa matarpökkum til ættbálksins síðan á fimmtudag en talið er að tuttugu slíkar ferðir þyrfti til þess að halda þeim þúsundum einstaklinga, sem fastir eru á fjallinu, á lífi í viku. Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hefur lofað að koma fólkinu til aðstoðar með einhverjum hætti en viðurkennir að erfitt sé að koma upp öruggum undankomuleiðum af fjallinu. Bandarískar orrustuþotur hafa varpað sprengjum á meðlimi ÍS síðan á laugardag en landhernaður kemur þó ekki til greina að sögn forsetans.
Mest lesið Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Hitabylgjan sú mesta í maímánuði svo vitað sé Veður Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Sjá meira