Írak virðist vera að liðast í sundur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2014 00:01 Herinn skildi dótið sitt eftir Búnaður frá íraska hernum við eftirlitsstöð skammt frá borginni Mosúl, sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í vikunni.nordicphotos/AFP Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum. Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira
Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum.
Mest lesið Skvísur geti virkað sem hálfgerðir þroskaþjófar Innlent Ráðgjafinn ráðinn í tímabundið starf eftir dýra skreppitúra Innlent Heitavatnslaust á Suðurnesjum og rafmagnslaust víða um land Innlent Skreppiferðir í Jysk meðal þess sem ráðgjafi rukkaði fyrir Innlent Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Erlent Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Erlent Misvægi atkvæða bitnar mest á Kraganum Innlent „Ég tel ekki tilefni til að íhuga stöðu mína“ Innlent Erfitt að segja til um viðbrögð við nýjum faraldri miðað við Covid-viðbrögð Innlent Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Fleiri fréttir Hljóp út í örvæntingu „með lífið í poka“ Réttað yfir tíu sem segja frönsku forsetafrúna vera karlmann Réttað yfir konu sem sagðist vera Madeleine McCann Áfjáður í að bjóða sig fram aftur í trássi við stjórnarskrá Hafa fundið Cessna-vélina Elsti forseti heims endurkjörinn í skugga mótmæla Jamaíka býr sig undir öflugasta fellibyl sem þangað hefur ratað Friður forsenda þess að erlent lið verði sent til Gasa Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Sjá meira