Írak virðist vera að liðast í sundur Guðsteinn Bjarnason skrifar 13. júní 2014 00:01 Herinn skildi dótið sitt eftir Búnaður frá íraska hernum við eftirlitsstöð skammt frá borginni Mosúl, sem uppreisnarmenn náðu á sitt vald í vikunni.nordicphotos/AFP Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Íraksstjórn virðist standa ráðalaus gagnvart herskáum íslamistum, sem hafa nú í vikunni náð borgunum Mosúl og Tikrít á sitt vald og segjast nú stefna til höfuðborgarinnar Bagdad. Kúrdar hafa brugðist við með því að senda hersveitir til borgarinnar Kirkuk og segja að stjórnarherinn sé flúinn þaðan. Kirkuk er í næsta nágrenni sjálfstjórnarsvæðis Kúrda í norðausturhluta landsins, en Kúrdar hafa lengi deilt við stjórnina í Bagdad um yfirráðin í Kirkuk. Her og lögregla sýndu litla mótspyrnu og forðuðu sér hið snarasta þegar uppreisnarsveitir íslamista réðust inn í Mosúl og Tikrít. Uppreisnarsveitir íslamista hafa þá náð á sitt vald mestöllum vesturhluta Íraks, þar sem súnnímúslímar eru í meirihluta, en hafa enn sem komið er ekki hætt sér inn á svæði sjíamúslíma í suðausturhlutanum. Engu er líkara en að Írak sé að liðast í sundur og klofna í smærri einingar, þar sem sjíamúslímar héldu hugsanlega eftir suðausturhlutanum, Kúrdar stæðu fastir fyrir í norðausturhlutanum en hinir herskáu íslamistar næðu völdum á svæði súnnímúslíma í vesturhlutanum – væntanlega við litlar vinsældir heimamanna þar. Fréttastofan AP segir margt benda til þess að fyrrverandi stuðningsmenn Saddams Hussein á meðal súnnímúslíma í her og lögreglu landsins hafi stutt aðgerðir uppreisnarmanna. Bandaríski fréttavefurinn The Daily Beast fullyrðir að írösk stjórnvöld bíði nú eftir því að bandaríski herinn komi þeim til aðstoðar með loftárásum, en tæplega tvö og hálft ár er síðan Bandaríkjaher yfirgaf landið og lýsti því yfir að hernaði þar væri lokið. Barack Obama Bandaríkjaforseti ræddi stuttlega við fjölmiðla í gær og sagði þar að Írakar myndu nú þurfa hernaðaraðstoð frá Bandaríkjunum, en gaf ekkert upp um í hverju hún kynni að verða fólgin. Íraska þjóðþingið hefur ekki fengist til að samþykkja kröfu Núri al Malikis forseta, um að lýst verði yfir neyðarástandi sem myndi færa honum aukin völd til að takast á við ástandið. Al Maliki er sjálfur sjíamúslími og hefur lítinn stuðning á meðal súnnímúslíma, enda þykir þeim hann hafa gert sjíum hærra undir höfði við stjórn landsins en súnníum.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira