Úkraínubúar flestir andvígir aðskilnaði Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. maí 2014 21:52 Íbúi í Donetsk býr sig undir kosningar á sunnudag. Vísir/AP Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira
Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP
Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir Ætla að hernema stærstan hluta Gasa og smala íbúum á afmörkuð „öryggissvæði“ Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Sjá meira