Úkraínubúar flestir andvígir aðskilnaði Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. maí 2014 21:52 Íbúi í Donetsk býr sig undir kosningar á sunnudag. Vísir/AP Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira
Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP
Mest lesið Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Sjá meira