Úkraínubúar flestir andvígir aðskilnaði Guðsteinn Bjarnason skrifar 8. maí 2014 21:52 Íbúi í Donetsk býr sig undir kosningar á sunnudag. Vísir/AP Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira
Íbúar Úkraínu vilja flestir búa áfram í óskiptu landi, þrátt fyrir ákafa baráttu uppreisnarmanna í austurhlutanum. Þetta kemur fram í nýrri skoðanakönnun frá Pew-rannsóknarmiðstöðinni, sem er bandarísk en gerir viðamiklar og vandaðar kannanir á afstöðu fólks víða um heim. Uppreisnarmenn í Donetsk-héraði ætla að halda fast við áform sín um að efna til kosningar um það hvort héraðið eigi að lýsa yfir sjálfstæði. Þetta gera þeir þrátt fyrir að Vladímír Pútín hafi á miðvikudag óvænt skorað á þá að fresta þessum kosningum. Pútín sagði hins vegar að forsetakosningar í Úkraínu síðar í mánuðinum gætu orðið gagnlegar. Þetta gengur þvert gegn fyrri yfirlýsingum Pútíns, en hann hafði fáum dögum fyrr sagt að ekkert vit væri í að halda forsetakosningar í landinu á meðan allt logar þar í átökum. Samkvæmt könnuninni eru 77 prósent íbúa landsins andvíg því að það klofni í sundur. Heldur færri íbúar austurhluta landsins eru reyndar þessarar skoðunar, eða 70 prósent á móti 93 prósentum í vesturhlutanum. Meðal rússneskumælandi íbúa austurhlutans vilja 58 prósent halda Úkraínu áfram óskiptri, sem er ótvíræður meirihluti, en Krímskagi sker sig töluvert úr, því einungis 12 prósent íbúa þar vilja að Úkraína sé óskipt – en í síðasta mánuði var skaginn innlimaður í Rússland. Meiri ágreiningur var meðal íbúa landsins um það hvort úkraínska eða rússneska ætti að vera opinbert tungumál landsins eða hvort bæði málin ættu að vera jafngild. Tveir af hverjum þremur íbúum vesturhlutans sögðu að úkraínska ætti að vera ríkismálið, en 73 prósent íbúa austurhlutans vildu að bæði málin væru jafngild. Sárafáir vildu þó að rússneska ætti ein að vera ríkismálið, eða um tvö prósent allra landsmanna. Ein spurninganna í könnuninni snerist um það hvort Úkraínustjórn ætti að viðurkenna niðurstöðu kosninganna á Krímskaga í síðasta mánuði, sem urðu til þess að Rússland innlimaði Krímskaga.Hér má hvernig skoðunin var á milli landshluta.Vísir/AP
Mest lesið Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Erlent Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Erlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Innlent Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Innlent Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Erlent Fleiri fréttir Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Sjá meira