„Vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt“ Henry Birgir Gunnarsson skrifar 23. september 2014 06:30 Velgengni Stjörnunnar á undanförnum árum hefur verið ótrúleg. Vísir/Valli „Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
„Sviðið og bikarinn voru á svæðinu og því var eðlilega smá skrekkur í okkur framan af. Við hristum það svo af okkur og kláruðum þetta eins og við vildum,“ segir besti leikmaður Pepsi-deildar kvenna, Harpa Þorsteinsdóttir, eftir að hún hafði tryggt Stjörnunni Íslandsmeistaratitilinn í gær. Eftir slakan fyrri hálfleik gegn Aftureldingu reif Stjarnan sig upp og vann 3-0 sigur með glæsilegri þrennu frá Hörpu. Hún er komin með 27 mörk í 17 leikjum í sumar og hefur verið óstöðvandi. „Ég vona að Stjarnan haldi áfram að vera með yfirburði í þessari deild. Við höfum svo sannarlega alla burði til þess. Liðið er gott og mikill efniviður í yngri flokkunum hjá okkur.“ Yfirburðir Stjörnunnar hafa verið miklir í sumar rétt eins og í fyrra. Liðið er aðeins búið að tapa einum leik og gera eitt jafntefli. Í fyrra vann liðið alla sína leiki. Það er hvergi veikan hlekk að finna í þessu Stjörnuliði og með markaskorara eins og Hörpu innan sinna raða er það einfaldlega óstöðvandi. „Það er mjög sætt að hafa náð tvennunni en það er nákvæmlega það sem stefnt var að. Við vildum halda áfram að skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt. Félagið hafði aldrei varið titilinn og ekki heldur unnið tvöfalt,“ segir Ólafur Þór Guðbjörnsson, þjálfari liðsins, en það leyndi sér ekki að hann var gríðarlega stoltur af stelpunum og hann ætlar að halda áfram að þjálfa þær. „Það er í höndum Stjörnunnar að halda áfram vel utan um þetta lið því að hópurinn er frábær. Það er frábær efniviður hér til þess að byggja á til framtíðar.“ Það er svo sannarlega verk að vinna hjá öðrum félögum ef á að velta þessu Stjörnuliði úr sessi. Frábært lið, breiður hópur og fleiri stelpur að koma upp. Þessar stelpur skrifa sögu Stjörnunnar upp á nýtt á hverju ári og þær vilja að strákarnir feti í fótspor þeirra. „Við erum að endurskrifa söguna og nú er komið að strákunum. Ég er viss um að þeir vinna í ár og það sé gullöld í uppsiglingu í fótboltanum í Garðabæ,“ sagði sigurreifur fyrirliði Stjörnunnar, Ásgerður Stefanía Baldursdóttir.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21 Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32 Mest lesið „Þessi viðbrögð eru auðvitað ekki í lagi“ Fótbolti „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Fótbolti „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ Fótbolti Mourinho tekur við Benfica Fótbolti Janus sagður á leið til Barcelona Handbolti Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn John Andrews tekur við KR Íslenski boltinn Fyrirliðinn kom til bjargar og Liverpool fagnaði seint í fimmta sinn Fótbolti Cecilía hélt hreinu og Inter komst áfram Fótbolti „Eins og það er í tísku að segja í dag þá þurftum við að 'söffera' í smá tíma“ Sport Fleiri fréttir Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Sjá meira
Annar Íslandsmeistaratitill Stjörnunnar í röð | Myndaveisla Stjörnustúlkur eru tvöfaldir meistarar í ár. 22. september 2014 22:21
Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Afturelding 3-0 | Stjarnan meistari annað árið í röð Stjarnan varð í kvöld Íslandsmeistari annað árið í röð og í þriðja sinn á síðustu fjórum árum. 22. september 2014 14:32
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann
Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið Íslenski boltinn