Rúnar í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið - ekki Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 15:33 Rúnar Kristinsson gæti tekið við atvinnumannaliði eftir tímabilið. vísir/daníel „Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira
„Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Árni farinn frá Fylki „Mikið undir fyrir bæði lið“ FHL bætir tveimur bandarískum við hópinn Sjáðu hvernig FH rassskellti KA-menn í Krikanum í gær Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“ Uppgjör: FH - KA 5-0 | FH pakkaði KA saman Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Sjá meira