Rúnar í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið - ekki Lilleström Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. september 2014 15:33 Rúnar Kristinsson gæti tekið við atvinnumannaliði eftir tímabilið. vísir/daníel „Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira
„Ég flaug bara út í gær í smá viðskiptaferð og kom heim í dag,“ segir RúnarKristinsson, þjálfari KR, í samtali við Vísi um ferð hans til Noregs í gær þar sem hann átti í viðræðum við norskt úrvalsdeildarlið. „Ég átti þarna einn fund sen ég þurfti að taka, en ég get ekkert meira sagt um það. Þetta var samt ekki Lilleström eins og allir halda,“ segir Rúnar sem hefur verið sterklega orðaður við sitt gamla félag að undanförnu. Rúnar vill ekki gefa upp nafn liðsins, segist ekki geta það að svo stöddu, en viðræðurnar eru rétt svo farnar af stað og óvíst hvort þær fari lengra. „Ég var bara í léttu spjalli við einn klúbb þarna úti. Þetta eru bara fyrstu viðræður og ekkert sem ég get farið nánar út í,“ segir Rúnar sem nýtur lífsins í Vesturbænum og segist ekkert vera að flýta sér út. „Ég er ofsalega ánægður hjá KR og að vera á Íslandi. Það þarf eitthvað gott að koma upp svo ég flytji mig um set. En ég tapa engu á því að tala við fólk án skuldbindinga eins og ég var að gera núna. Þá er hægt að heyra og sjá hvað menn eru að hugsa og hvort það sé nálægt því sem ég vill gera.“ „Þetta er oft ferli sem tekur langan tíma og það eru stórar ákvarðanir sem bæði ég og aðrir þurfa að taka. Maður þarf að hugsa líka um fjölskylduna og allt í kringum sig. Það er ekki búið að bjóða mér neitt. Við vorum bara aðeins að kynnast hvor öðrum. Það hefur ekki verið rætt um neina samninga,“ segir Rúnar. Sem fyrr segir hefur mikið verið skrifað og skrafað um mögulega endurkomu Rúnars til Lilleström að undanförnu, en hann lék þar við góðan orðstír frá 1997-2000. Hann segir einfaldlega verið að reyna að skrifa sig til liðsins, það sé ekkert í gangi. „Sú er staðan í dag. Þetta eru sömu vangaveltur og í fyrra um að þessi þjálfari liðsins sé að hætta. Þá vilja blaðamennirnir á staðarblöðunum oft fara að giska á hver tekur við og ég hef verið settur í þann hóp,“ segir Rúnar Kristinsson. Rúnar á eftir að stýra KR gegn Víkingi næsta sunnudag og Þór á heimavelli á laugardaginn eftir viku sem gæti mögulega verið síðasti leikur hans við stjórnvölinn hjá vesturbæjarliðinu.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Hlaupabrettið kemst ekki upp í hraða Baldvins Sport Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Handbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti LIV-stjörnur þekkjast ekki boð PGA-manna Golf Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Fótbolti Fleiri fréttir Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Fram lagði Leiknismenn Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Sjá meira