Erlent

Leitað að nöktum skokkara

Samúel Karl Óalson skrifar
Vísir/AFP
Lögregluyfirvöld í Lancaster í Englandi vara konur við að því að ganga einar á einangruðum svæðum. Viðvörunin var gefin út í kjölfar þess að nakinn maður sást skokka á hjólastíg tvisvar sinnum á einum mánuði.

Frá þessu er sagt á vef Guardian.

Lögreglan segir 21 árs konu hafa verið illa brugðið þegar hún var ein á göngu eftir stígnum þann 7. apríl og heyrði einhvern hlaupa á eftir sér. Þegar hún leit við sá hún mann í grænum hlaupaskóm og engu öðru skokka á eftir henni. Hann beygði þó af brautinni áður en hann kom að henni.

Önnur kona, 52 ára gömul, var að skokka eftir stígnum þann 19. mars þegar nakinn maður í grænum hlaupaskóm hljóp á eftir henni og togaði í mittisveski hennar.

Henni tókst að hlaupa í burtu en þegar hún leit við sá hún manninn glotta á eftir sér.

Eftirlitsferðum lögreglumanna hefur verið fjölgað á svæðinu og búið er að birta mynd af manninum eftir lýsingum 21 árs konunnar.

Nakti skokkarinn er talinn líta svona út.Mynd/Lögreglan í Lancaster



Fleiri fréttir

Sjá meira


×