Tvö mörk á tveimur mínútum felldu Japani Tómas Þór Þórðarson skrifar 15. júní 2014 02:47 Wilfried Bony fær spaðafimmu frá varnarmanninum Souleymane Bamba fyrir markið sem hann skoraði. vísir/getty Fílabeinsströndin vann góðan sigur á Japan, 2-1, í C-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í nótt, en leikurinn fór fram í borginni Recife. Japan var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og var með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hann. Mark Japana var einkar glæsilegt en það skoraði AC Milan-maðurinn KeisukeHonda. Honda fékk boltann í teignum og lék á varnarmann með fyrstu snertingu og þrumaði svo boltanum með annarri snertingu í netið, óverjandi fyrir BoubacarBarry í marki Fílabeinsstrandarinnar. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Fílbeinsstrendingar sluppu með skrekkinn í fyrri hálfleik. Það borgaði sig líka því í þeim síðari tryggðu þeir sér sigurinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla. Mörkin voru nánast alveg eins og arkitektinn í bæði skiptin var hægri bakvörðurinn SergeAurier sem leikur með Toulouse í Frakklandi. Á 64. mínútu gaf hann hnitmiðaða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á markahróknum WilfriedBony, leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni, sem stýrði knettinum glæsilega í fjærhornið. Tveimur mínútum síðar gaf Aurier aðra sendingu fyrir markið af nánast nákvæmlega sama stað og nú var það Gervinho sem rak höfuðið í knöttinn. Hann skallaði boltann á nærstöngina þar sem EijiKawashima, markvörður Japana, var mættur en honum tókst ekki að verja. Kawashima hefði átt að gera betur.Didier Drogba byrjaði leikinn á varamannabekknum en hann kom inn á í hálfleik og breytti spilamennsku Fílabeinsstrandarinnar sem spilaði mun betur í seinni hálfleiknum og vann verðskuldaðan sigur á endanum. Drogba verður ekki geymdur meira á bekknum eftir þessa innkomu. Fílabeinsströndin er eftir fyrstu umferð C-riðils í öðru sæti með þrjú stig en Kólumbía er í efsta sæti á markatölu eftir 3-0 sigur á Grikklandi. HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Stærsta tap ríkjandi heimsmeistara Tap Spánar gegn Hollandi með fimm mörkum gegn einu í gær var stærsta tap ríkjandi heimsmeistara í sögu HM. 14. júní 2014 12:27 Eigum að geta unnið Dani Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku ytra á sunnudaginn í mikilvægum leik í undankeppni HM 2015. Sigur er nánast nauðsyn fyrir stelpurnar okkar. 14. júní 2014 07:00 Casillas: Versta frammistaðan á ferlinum "Þetta var versta frammistaða mín á ferlinum," sagði Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánar, eftir stórtapið gegn Hollandi á HM í Brasilíu í gær. 14. júní 2014 13:18 Kólumbía byrjar vel Kólumbía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í C-riðli á HM í Brasilíu í dag, en leikið var í Belo Horizonte. Grikkland hefur nú tapað sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið á HM frá upphafi. 14. júní 2014 11:37 Fred: Þetta var augljós vítaspyrna Brasilíski framherjinn Fred segir að Yuichi Nishimura hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi vítaspyrnu í opnunarleik HM á fimmtudaginn var. 14. júní 2014 11:38 Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43 Óvæntur sigur Kosta Ríka Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld. 14. júní 2014 11:40 Buffon ekki með í kvöld Gianluigi Buffon, fyrirliði og markvörður ítalska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Englandi í Manaus í kvöld vegna ökklameiðsla. 14. júní 2014 16:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira
Fílabeinsströndin vann góðan sigur á Japan, 2-1, í C-riðli heimsmeistarakeppninnar í fótbolta í nótt, en leikurinn fór fram í borginni Recife. Japan var miklu betra liðið í fyrri hálfleik og var með verðskuldaða 1-0 forystu eftir hann. Mark Japana var einkar glæsilegt en það skoraði AC Milan-maðurinn KeisukeHonda. Honda fékk boltann í teignum og lék á varnarmann með fyrstu snertingu og þrumaði svo boltanum með annarri snertingu í netið, óverjandi fyrir BoubacarBarry í marki Fílabeinsstrandarinnar. Mörkin hefðu getað verið fleiri en Fílbeinsstrendingar sluppu með skrekkinn í fyrri hálfleik. Það borgaði sig líka því í þeim síðari tryggðu þeir sér sigurinn með tveimur mörkum á tveggja mínútna kafla. Mörkin voru nánast alveg eins og arkitektinn í bæði skiptin var hægri bakvörðurinn SergeAurier sem leikur með Toulouse í Frakklandi. Á 64. mínútu gaf hann hnitmiðaða fyrirgjöf frá hægri, beint á kollinn á markahróknum WilfriedBony, leikmanni Swansea í ensku úrvalsdeildinni, sem stýrði knettinum glæsilega í fjærhornið. Tveimur mínútum síðar gaf Aurier aðra sendingu fyrir markið af nánast nákvæmlega sama stað og nú var það Gervinho sem rak höfuðið í knöttinn. Hann skallaði boltann á nærstöngina þar sem EijiKawashima, markvörður Japana, var mættur en honum tókst ekki að verja. Kawashima hefði átt að gera betur.Didier Drogba byrjaði leikinn á varamannabekknum en hann kom inn á í hálfleik og breytti spilamennsku Fílabeinsstrandarinnar sem spilaði mun betur í seinni hálfleiknum og vann verðskuldaðan sigur á endanum. Drogba verður ekki geymdur meira á bekknum eftir þessa innkomu. Fílabeinsströndin er eftir fyrstu umferð C-riðils í öðru sæti með þrjú stig en Kólumbía er í efsta sæti á markatölu eftir 3-0 sigur á Grikklandi.
HM 2014 í Brasilíu Tengdar fréttir Stærsta tap ríkjandi heimsmeistara Tap Spánar gegn Hollandi með fimm mörkum gegn einu í gær var stærsta tap ríkjandi heimsmeistara í sögu HM. 14. júní 2014 12:27 Eigum að geta unnið Dani Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku ytra á sunnudaginn í mikilvægum leik í undankeppni HM 2015. Sigur er nánast nauðsyn fyrir stelpurnar okkar. 14. júní 2014 07:00 Casillas: Versta frammistaðan á ferlinum "Þetta var versta frammistaða mín á ferlinum," sagði Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánar, eftir stórtapið gegn Hollandi á HM í Brasilíu í gær. 14. júní 2014 13:18 Kólumbía byrjar vel Kólumbía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í C-riðli á HM í Brasilíu í dag, en leikið var í Belo Horizonte. Grikkland hefur nú tapað sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið á HM frá upphafi. 14. júní 2014 11:37 Fred: Þetta var augljós vítaspyrna Brasilíski framherjinn Fred segir að Yuichi Nishimura hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi vítaspyrnu í opnunarleik HM á fimmtudaginn var. 14. júní 2014 11:38 Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43 Óvæntur sigur Kosta Ríka Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld. 14. júní 2014 11:40 Buffon ekki með í kvöld Gianluigi Buffon, fyrirliði og markvörður ítalska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Englandi í Manaus í kvöld vegna ökklameiðsla. 14. júní 2014 16:45 Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Fótbolti Síðasti séns á að vinna milljónir Fótbolti Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ Fótbolti Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Danska þjóðin í áfalli: „Verra en okkar versta martröð“ Sport Fær ekki heimsmet sitt viðurkennt: „Þetta er kjánalegt“ Sport Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Enski boltinn Sex hafa ekkert spilað á EM Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Valur - Flora | Evrópuævintýri að hefjast á Hlíðarenda? „Við erum að gera eitthvað rétt“ Þrjár breytingar: Katla fær stórt tækifæri í lokaleik Íslands á EM Í beinni: Malisheva - Víkingur | Stefnan aftur sett á Sambandsdeildina Í beinni: Ísland - Noregur | Stelpurnar okkar spila upp á stoltið Myndaveisla: Íslensk yfirtaka í Thun og vonast eftir fyrsta sigrinum Á góðum stað fyrir mikil átök Fjórir eru tveimur leikjum frá því að vinna sjö titla á einu ári Man. Utd vill fá úrslitaleikinn á HM kvenna í fótbolta Valdi Ísland fram yfir Noreg: „Ég er meiri Íslendingur“ EM í dag: Hungur í sigur, þreytandi vörður og næstum stærsta skúbb mótsins „Miklu skemmtilegra að vera í þessari baráttu“ Arsenal eflir miðjuna enn frekar Sex hafa ekkert spilað á EM Sjáðu strákana á N1 mótinu sýna snilli sína Stefán mætir Liverpool þrátt fyrir fráfall Jota Ajax riftir samningi Jordans Henderson Síðasti séns á að vinna milljónir Missum Hondúras upp fyrir okkur en höldum sama sæti á FIFA listanum Missir af leik á EM vegna höfuðmeiðsla Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Sjá meira
Stærsta tap ríkjandi heimsmeistara Tap Spánar gegn Hollandi með fimm mörkum gegn einu í gær var stærsta tap ríkjandi heimsmeistara í sögu HM. 14. júní 2014 12:27
Eigum að geta unnið Dani Kvennalandsliðið í fótbolta mætir Danmörku ytra á sunnudaginn í mikilvægum leik í undankeppni HM 2015. Sigur er nánast nauðsyn fyrir stelpurnar okkar. 14. júní 2014 07:00
Casillas: Versta frammistaðan á ferlinum "Þetta var versta frammistaða mín á ferlinum," sagði Iker Casillas, markvörður og fyrirliði Spánar, eftir stórtapið gegn Hollandi á HM í Brasilíu í gær. 14. júní 2014 13:18
Kólumbía byrjar vel Kólumbía vann Grikkland með þremur mörkum gegn engu í C-riðli á HM í Brasilíu í dag, en leikið var í Belo Horizonte. Grikkland hefur nú tapað sex af þeim sjö leikjum sem liðið hefur leikið á HM frá upphafi. 14. júní 2014 11:37
Fred: Þetta var augljós vítaspyrna Brasilíski framherjinn Fred segir að Yuichi Nishimura hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi vítaspyrnu í opnunarleik HM á fimmtudaginn var. 14. júní 2014 11:38
Balotelli tryggði Ítölum sigur Ítalía vann England með tveimur mörkum gegn einu í öðrum leik dagsins í D-riðli heimsmeistaramótsins í Brasilíu. 14. júní 2014 11:43
Óvæntur sigur Kosta Ríka Kosta Ríka vann óvæntan 3-1 sigur á Úrúgvæ í fyrsta leik D-riðils á HM í Brasilíu í kvöld. 14. júní 2014 11:40
Buffon ekki með í kvöld Gianluigi Buffon, fyrirliði og markvörður ítalska landsliðsins í knattspyrnu, verður ekki með í leiknum gegn Englandi í Manaus í kvöld vegna ökklameiðsla. 14. júní 2014 16:45