Fótbolti

Fred: Þetta var augljós vítaspyrna

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Nishimura dæmir vítaspyrnuna umdeildu.
Nishimura dæmir vítaspyrnuna umdeildu. Vísir/Getty
Brasilíski framherjinn Fred segir að Yuichi Nishimura hafi haft rétt fyrir sér þegar hann dæmdi vítaspyrnu í opnunarleik HM á fimmtudaginn var.

Fred féll þá í teignum eftir viðskipti við Dejan Lovren, en Króatar voru æfir yfir dómnum. Neymar skoraði úr vítaspyrnunni og kom Brasilíu í 2-1, en heimamenn unnu leikinn á endanum 3-1.

"Þetta var augljós vítaspyrna," sagði Fred í gær.

"Það er ekki til neitt sem heitir mikil vítaspyrna eða lítil vítaspyrna. Ég náði stjórn á boltanum og ætlaði að snúa mér þegar ég fékk högg á öxlina. Ég gat ekki lengur náð til boltans, missti jafnvægið og datt."

FIFA hefur neitað að gagnrýna ákvörðun Nishimuras og Massimo Busacca, yfirmaður dómaramála hjá FIFA, vildi ekkert gefa út hvort japanski dómarinn yrði sendur heim eða ekki.

"Við erum mannlegir," sagði Busacca. "Það gera allir mistök. Það er hluti af lífinu. Dómarinn ber ábyrgð á sínum gjörðum."

Brasilía mætir Mexíkó í næsta leik sínum í A-riðli á þriðjudaginn kemur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×