Fótbolti

Stærsta tap ríkjandi heimsmeistara

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimsmeistarar Spánar máttu þola stórtap gegn Hollandi í gær.
Heimsmeistarar Spánar máttu þola stórtap gegn Hollandi í gær. Vísir/Getty
Tap Spánar gegn Hollandi með fimm mörkum gegn einu í gær var stærsta tap ríkjandi heimsmeistara í sögu HM.

Gamla metið átti Þýskaland sem tapaði 6-3 fyrir Frakklandi í leiknum þriðja sætið 1958, en sá leikur og leikurinn í gær eru einu skiptin sem ríkjandi heimsmeistarar hafa tapað leik með meira en tveimur mörkum.

Þetta var jafnframt í fimmta sinn sem ríkjandi heimsmeistarar tapa sínum fyrsta leik á næsta heimsmeistaramóti.

Töp ríkjandi heimsmeistara í fyrsta leik á næstamóti:

1950: Ítalía 2-3 Svíþjóð

1982: Argentína 0-1 Belgía

1990: Argentína 0-1 Kamerún

2002: Frakkland 0-1 Senegal

2014: Spánn 1-5 Holland


Tengdar fréttir

Versta tap Spánar í 64 ár

Heims- og Evrópumeistarar Spánar máttu í kvöld þola sitt versta tap í landsleik síðan 1950.

Robben: Fyrir þetta lifir maður

"Þetta er ástæðan fyrir því að maður spilar fótbolta. Fyrir þetta lifir maður,“ sagði Arjen Robben eftir 5-1 sigur Hollands á Spáni á HM í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×