Brady var bundinn við hjólastól frá því hann var skotinn.Mynd/AP
James Brady, fyrrverandi blaðafulltrúi Hvíta hússins í Bandaríkjunum, lést í gær 73 ára að aldri. Brady var bundinn við hjólastól frá árinu 1981 þegar hann særðist alvarlega í skotárás sem gerð var á þáverandi forseta Bandaríkjanna, Ronald Reagan.
Brady varð fyrir skotinu þegar John Hinckley reyndi að ráða Ronald Reagan af dögum árið 1981.Mynd/APBrady var skotinn í gegnum höfuðið og var ekki hugað líf en náði sér á endanum. Hann helgaði líf sitt síðan baráttunni gegn almennri byssueign í Bandaríkjunum og meðal annars er löggjöf frá árinu 1993 kennd við hann sem skyldar byssusala til þess að kanna bakgrunn kaupenda áður en þeir fá að kaupa skammbyssur.