Erlent

Tekur ekki þátt í kynningarherferð X-Men vegna ásakana um nauðganir

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Nýja X-Men-myndin er sú þriðja sem Singer leikstýrir.
Nýja X-Men-myndin er sú þriðja sem Singer leikstýrir. vísir/getty
Kvikmyndaleikstjórinn Bryan Singer hefur ákveðið að taka ekki þátt í kynningarherferð nýjustu kvikmyndar sinnar, X-Men: Days of Future Past, í kjölfar ásakana um að hafa misnotað fimmtán ára dreng kynferðislega árið 1999.

„Ég vil ekki að þessar upplognu ásakanir dragi athygli frá kvikmyndinni,“ segir Singer í yfirlýsingu en myndin verður frumsýnd í næsta mánuði.

Hinn 31 árs gamli Michael Egan hefur höfðað einkamál á hendur Singer og segir hann hafa nauðgað sér í veislum á Havaí og í Los Angeles. Singer fullyrðir hins vegar að um fjárkúgun sé að ræða.

Egan hefur einnig höfðað mál á hendur framleiðendunum Garth Ancier, Gary Wayne Goddard og David Neuman. Allir neita þeir sök.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×