Hjörvar Hafliðason fór ekki fögrum orðum um frammistöðu Mario Balotelli í Messunni á Stöð 2 Sport 2 í gær.
„Það var einn langbestur hjá Liverpool og svo var einn sem var áberandi slakastur. Það var Balotelli kallinn. Hann átti frekar erfiðan dag," segir Hjörvar Hafliðason um frammistöðu Mario Balotelli gegn QPR um helgina.
„Hann fitlar mikið við boltann og kemur sér út í horn. Hann var að taka mikið af röngum ákvörðunum í leiknum. Menn voru farnir að kvarta undan honum."
Strákarnir í Messunni segjast ekki hafa búist við því að Balotelli myndi fylla skarð Suarez hjá Liverpool.
„Maður bjóst samt við meiru af honum. Þetta hefur verið verra en maður hélt."
Innslagið um frammistöðu Balotelli má sjá hér að ofan.
Hjörvar: Balotelli var áberandi slakastur | Myndband
Tengdar fréttir

Lygilegur sigur Liverpool á Loftus Road | Sjáðu mörkin
Dramatíkin var í hámarki á Loftus Road í dag þegar Liverpool var í heimsókn. Fimm mörk litu dagsins ljós en lokamínúturnar voru lyginni líkastar.

Shearer: Vorkenndi Balotelli aðeins í smá tíma
Markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi ekki ánægður með framherja Liverpool.

Hvernig fór Balotelli að þessu? | Myndband
Brenndi af fyrir opnu marki í leik QPR og Liverpool í dag.