Enski boltinn

Shearer: Vorkenndi Balotelli aðeins í smá tíma

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi, fer ófögrum orðum um Liverpool í leikgreiningu sinni á sigri liðsins á vef BBC í gær.

Hann segir ekki möguleika að Liverpool verði meistari, en hann tekur bæði varnarleikinn og sóknarleikinn hjá liðinu fyrir. Þegar kemur að sóknarleiknum hefur hann ýmislegt að segja um MarioBalotelli.

„Hann hefur ekki efni á því að klúðra svona færum eins og hann gerði gegn QPR,“ segir Shearer, en Balotelli skaut yfir, einn fyrir opnu marki, í stöðunni 0-0.

„Þegar hann var hjá City sáum við brot og brot af því sem hann getur gert, en hann hefur ekkert sýnt til þessa. Eina markið sem hann skoraði var gegn Ludogorets í Meistaradeildinni fyrir mánuði.“

Shearer segir Balotelli ekki hafa fengið mikla þjónustu í leiknum og þegar það gerist eiga framherjar það til að fara aftar á völlinn til að sækja boltann.

„Ég vorkenndi honum aðeins en það entist ekki lengi. Þegar Balotelli fékk boltann í fyrri hálfleik sýndi hann af hverju hann er sá leikmaður í úrvalsdeildinni með flest skot en fæst mörk á þessari leiktíð.“

„Bara Sergio Agüero og GrazianoPellé hafa skotið oftar að marki, en annar þeirra er búinn að skora níu mörk og hinn sex mörk,“ segir Alan Shearer.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×