Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur staðfest að Theo Walcott eigi í viðræðum við félagið um nýjan samning.
„Við erum byrjaðir að ræða við hann. Ég held að hann eigi eitt og hálft ár eftir en þetta er aldrei auðvelt þegar hann á í hlut,“ sagði Wenger við enska fjölmiðla.
Walcott gekk í raðir Arsenal frá Southampton árið 2006 þegar hann var táningur. Hann er 25 ára og Wenger segir að hann eigi sín bestu ár eftir.
„Hann er á þeim aldri og vonandi kemur það til góðs fyrir félagið,“ sagði Wenger en Arsenal mætir Anderlecht í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Líklegt er að Walcott verði í byrjunarliðinu í kvöld.
Walcott í viðræðum um nýjan samning
Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
