Rauschenberg: Hrokafyllri og skapmeiri í Köben Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 23:38 Rauschenberg stýrði upphitun á æfingu Stjörnunnar í dag. Vísir/Ernir Martin Rauschenberg verður í lykilhlutverki í varnarlínu Stjörnunnar gegn FH á morgun líkt og áður í sumar. Þá fer fram lokaumferð Pepsi-deildar karla og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst. „Mér líður vel. Sjálfstraustið í strákunum er flott og við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Rauschenberg á æfingu Stjörnunnar nú síðdegis. Þar stjórnaði hann upphitun en það var áður eitt af skylduverkum fyrirliðans Michael Præst sem er nú meiddur. „Ég er strangur við þá í upphituninni eins og alltaf. Þeir verða að vera á tánum, strákarnir,“ sagði hann og brosti út í annað. Von er á metfjölda á leikinn í Kaplakrika á morgun en Rauschenberg segir að það muni ekki trufla leikmennina. „Auðvitað verða lætin mikil og umgjörðin verður frábær. Silfurskeiðin hefur verið mögnuð í allt sumar og munu láta okkur líða eins og við værum á heimavelli. En þegar leikurinn hefst verður hann eins og hver annar leikur. Við munum ekki hugsa um neitt annað.“Rauschenberg þarf að hafa góðar gætur á Atla Viðari Björnssyni á morgun.Vísir/DaníelFyrr í vikunni var Henryk Bödker, sem er í þjálfarateymi Stjörnunnar, í viðtali á Stöð 2 þar sem hann sagði frá því að hann veldi nánast eingöngu leikmenn frá Jótlandi þegar hann fengi leikmenn til Stjörnunnar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Ástæðuna sagði hann vera að leikmenn frá Jótlandi væru viljugri til verks en til að mynda Kaupmannahafnarbúar. „Ég er sammála þessu - mjög sammála,“ sagði Rauschenberg án þess að hika. „Ég held að við séum aðeins harðari. Við setjum til dæmis ekki slæmt veður fyrir okkur en strákar sem eru úr borginni eru með aðeins meira skap og hroka.“ „Fjón sleppur,“ bætti hann við. „Vemme [Niclas Vemmelund] er þaðan og ég get vottað það þar sem ég bý með honum.“Henryk Bödker, hinn litríki aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirÞegar talið berst aftur af leiknum telur Rauschenberg að það komi Stjörnumönnum til góðs að öll pressan sé á FH-ingum. „FH er með gott lið og eru tveimur stigum á undan okkur. Þeim dugar jafntefli til að vinna,“ sagði hann. „En fyrst og fremst verður þetta mjög skemmtilegt. Allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í svona leikjum. Allir vilja vinna titla og nú höfum við tækifæri til þess.“ „Við höfum áður sýnt í sumar, til dæmis í Evrópukeppninni, að við getum unnið lið sem teljast mun sigurstranglegri. Þá hefur okkur tekist að leggja sterk lið að velli. Þetta hefur verið mikið ævintýri í sumar og vonandi endar það vel á morgun.“ Samningur Rauschenberg við Stjörnuna rennur út um áramótin en hann veit ekki hvað tekur við. „Umboðsmaður minn sér um þessi mál. Auðvitað dreymir mig um að spila í sterkri deild í Evrópu eins og öllum öðrum sem spila í íslenska boltanum. En ég útiloka þó ekkert í framhaldinu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20 Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15 Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Martin Rauschenberg verður í lykilhlutverki í varnarlínu Stjörnunnar gegn FH á morgun líkt og áður í sumar. Þá fer fram lokaumferð Pepsi-deildar karla og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst. „Mér líður vel. Sjálfstraustið í strákunum er flott og við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Rauschenberg á æfingu Stjörnunnar nú síðdegis. Þar stjórnaði hann upphitun en það var áður eitt af skylduverkum fyrirliðans Michael Præst sem er nú meiddur. „Ég er strangur við þá í upphituninni eins og alltaf. Þeir verða að vera á tánum, strákarnir,“ sagði hann og brosti út í annað. Von er á metfjölda á leikinn í Kaplakrika á morgun en Rauschenberg segir að það muni ekki trufla leikmennina. „Auðvitað verða lætin mikil og umgjörðin verður frábær. Silfurskeiðin hefur verið mögnuð í allt sumar og munu láta okkur líða eins og við værum á heimavelli. En þegar leikurinn hefst verður hann eins og hver annar leikur. Við munum ekki hugsa um neitt annað.“Rauschenberg þarf að hafa góðar gætur á Atla Viðari Björnssyni á morgun.Vísir/DaníelFyrr í vikunni var Henryk Bödker, sem er í þjálfarateymi Stjörnunnar, í viðtali á Stöð 2 þar sem hann sagði frá því að hann veldi nánast eingöngu leikmenn frá Jótlandi þegar hann fengi leikmenn til Stjörnunnar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Ástæðuna sagði hann vera að leikmenn frá Jótlandi væru viljugri til verks en til að mynda Kaupmannahafnarbúar. „Ég er sammála þessu - mjög sammála,“ sagði Rauschenberg án þess að hika. „Ég held að við séum aðeins harðari. Við setjum til dæmis ekki slæmt veður fyrir okkur en strákar sem eru úr borginni eru með aðeins meira skap og hroka.“ „Fjón sleppur,“ bætti hann við. „Vemme [Niclas Vemmelund] er þaðan og ég get vottað það þar sem ég bý með honum.“Henryk Bödker, hinn litríki aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirÞegar talið berst aftur af leiknum telur Rauschenberg að það komi Stjörnumönnum til góðs að öll pressan sé á FH-ingum. „FH er með gott lið og eru tveimur stigum á undan okkur. Þeim dugar jafntefli til að vinna,“ sagði hann. „En fyrst og fremst verður þetta mjög skemmtilegt. Allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í svona leikjum. Allir vilja vinna titla og nú höfum við tækifæri til þess.“ „Við höfum áður sýnt í sumar, til dæmis í Evrópukeppninni, að við getum unnið lið sem teljast mun sigurstranglegri. Þá hefur okkur tekist að leggja sterk lið að velli. Þetta hefur verið mikið ævintýri í sumar og vonandi endar það vel á morgun.“ Samningur Rauschenberg við Stjörnuna rennur út um áramótin en hann veit ekki hvað tekur við. „Umboðsmaður minn sér um þessi mál. Auðvitað dreymir mig um að spila í sterkri deild í Evrópu eins og öllum öðrum sem spila í íslenska boltanum. En ég útiloka þó ekkert í framhaldinu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20 Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15 Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Íslenski boltinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Fótbolti Stóð uppi sem hetja Englands þrátt fyrir áfall skömmu fyrir mót Fótbolti Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Körfubolti Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn Íslenski boltinn Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvík á toppinn Í beinni: Valur - FH | Geta farið í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Arftakinn sagður koma frá Hlíðarenda Uppselt á Evrópuleik KA á Akureyri KR lætur þjálfarateymið fjúka Uppgjörið: Stjarnan - Afturelding 4-1 | Snéru við dæminu manni fleiri Tómas Bent nálgast Edinborg Með átta mörk og sex stoðsendingar í sama leiknum Segja Jóhannes kosta tæpar tíu milljónir króna Sjáðu Pedersen jafna metið og Kennie kremja hjörtu Víkinga Uppgjörið: Fram - Víkingur 2-2 | Kennie Chopart stal stigi fyrir Fram Uppgjörið: Valur - FH 3-1 | Pedersen jafnaði markametið og Valur á toppinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 2-0 | Fyrsti sigur Vestra síðan 15. júní Uppgjörið: KR - Breiðablik 1-1 | Allt jafnt á nýja gervigrasinu Spilaði með KV í gær en má spila með KR í dag Snúa aftur eftir 233 daga framkvæmdir: „Þetta er gamechanger“ Aukaspyrnumark Oumars tryggði Njarðvík stig í toppslagnum „Það er ástæða fyrir því að ég vildi snúa aftur “ „Ótrúlegt að við skyldum ekki klára leikinn fyrr“ Uppgjör: FH - Fram 3-1 | FH-konur upp i annað sætið Keflvíkingar klúðruðu víti á nítugustu mínútu Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn „Hef mikla trú að það muni ganga upp núna“ Frá sólinni í Tampa yfir í Bestu deild kvenna á Íslandi Sjá meira
Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02
Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15
Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20
Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15
Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30
Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06
Leik lokið: Víkingur - Stjarnan 2-1 | Víkingar galopna fallbaráttuna í fyrsta leik undir nýrri stjórn