Íslenski boltinn

Stjarnan samdi við danskan varnarmann

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fyrir miðri mynd.
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, fyrir miðri mynd. Vísir/Valli
Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar.

Þetta var staðfest á heimasíðu Stjörnunnar í dag en Vemmelund er 21 árs gamall og getur leyst allar stöður í vörninni.

Hann kemur til Stjörnunnar frá Odense í Danmörku þar sem hann hefur verið síðan 2012 en þar áður var hann liðsfélagi Michael Præst, miðjumanni Stjörnunnar, hjá FC Fyn.

Stjarnan hefur misst nokkra leikmenn í haust, meðal annarra Kennie Chopart, Martin Rauschenberg, Robert Sandnes, Tryggva Bjarnason, Gunnar Örn Jónsson og Jóhann Laxdal.


Tengdar fréttir

Dani á leiðinni til Stjörnunnar á reynslu

Stjarnan fær í vikunni danska varnarmanninn til reynslu Casper Andersen en þetta staðfesti Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari liðsins, við Fótbolta.net í dag.

Stjörnumenn endurheimta Arnar Má

Arnar Már Björgvinsson er á leiðinni heim í Garðabæinn en þessi 23 ára framherji hefur skrifað undir samning við Knattspyrnudeild Stjörnunnar. Þetta kemur fram á heimasíðu félagsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×