Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. júlí 2013 07:30 Kennie (lengst til vinstri) ásamt Michael Præst, Robert Sandnes og Martin Rauschenberg. Með þeim á myndinni er Ragna Björg Kristjánsdóttir, stórvinkona strákanna og samstarfsmaður hjá Ormsson. Fréttablaðið/Arnþór „Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira
„Ég vissi af því að Stjarnan hefði aldrei unnið KR. Það var gott að vinna þá og líka á þessu augnabliki. Það væri gaman að endurtaka leikinn gegn þeim í bikarnum í næstu viku,“ segir Kennie Chopart. Kennie fór á kostum í 3-1 sigri Stjörnunnar í 12. umferð, sem kom Garðabæjarliðinu upp að hlið FH á toppi deildarinnar. Hann er leikmaður umferðarinnar að mati Fréttablaðsins. „Varnarleikur okkar hefur verið frábær. Við vorum aðeins brothættir í fyrstu leikjunum enda með þrjá til fjóra nýja leikmenn. Nú þekkjumst við betur og erum þéttir varnarlega,“ segir Kennie, sem er á sínu öðru tímabili á Íslandi. Hann elskar lífið á Íslandi þrátt fyrir sólarleysið í borginni það sem af er sumri. „Ég held að þetta sé fyrsti sumardagurinn síðan ég kom til Íslands í fyrra,“ sagði Kennie í léttum tón þegar undirritaður heyrði í honum hljóðið á þriðjudaginn. Hann kann vel við félaga sína í Garðabæjarliðinu. „Mér líður eins og heima hjá mér. Ég þekki strákana í liðinu betur, hangi mikið með þeim og hef svo fjóra Dani í kringum mig.“ Auk Kennie leika landar hans Michael Præst og Martin Rauschenberg með liðinum auk þess sem Henrik Boedker er markmannsþjálfari liðsins. Erfitt að sitja á bekknumLið 12. umferðar Pepsi-deildar karla.Sumarið byrjaði ekki gæfulega fyrir danska kantmanninn. Hann þurfti nokkuð óvænt að sætta sig við töluverða bekkjarsetu framan af sumri og fékk svo vænt höfuðhögg í útileik gegn Skaganum. „Það var erfitt. Í einum leiknum fékk ég bara tíu mínútur,“ segir Kennie um fyrri hluta mótsins. Eftir það hafi hann horft á hlutina frá nýju sjónarhorni; aukið heimsóknir sínar í líkamsræktarstöðvarnar, stundað heilbrigðara líferni og í kjölfarið hafi sjálfstraustið komið. „Það er í botni þessa dagana,“ segir Kennie um sjálfstraustið.Kennie starfar hjá raftækjaversluninni Ormsson hér á landi líkt og hinir Norðurlandabúarnir hjá Stjörnunni. Hann lætur vel af starfinu en þess utan séu þeir mestmegnis í líkamsrækt eða að spila tölvuleiki. Þá hefur spurst út að hann sæki skemmtistaðinn B5 um helgar og sé með síðustu mönnum út. „Ég get ekki neitað því. En aðeins þær helgar sem við fáum leyfi frá þjálfurunum til að skemmta okkur,“ segir Kennie og hlær. Aðspurður hvernig hann kunni við íslenska kvenfólkið stendur ekki á svörum. „Ísland er með fallegustu konur í heimi. Þegar þú gengur um niðri í miðbæ gæti önnur hver stelpa verið fyrirsæta,“ segir Kennie. Þær séu þó vissulega líka fallegar í hinum Norðurlöndunum. „En hérna er þetta hrein klikkun,“ segir Daninn eldhressi.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Markvörður Real í fýlu og mætir ekki til Íslands Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Spartak Subotica 4-0 | Langt komnar í nýju Evrópukeppnina Fótbolti Cristiano Ronaldo: Fjölskyldan biður mig um að hætta Fótbolti Varar við því að Norðmönnum gæti verið dæmdur leikurinn tapaður Fótbolti Erika Nótt segir að nú sé tími til að hlusta á konurnar Sport Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Enski boltinn Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Enski boltinn Varaforseti EHF handtekinn Handbolti „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Handbolti Fleiri fréttir Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni Er eitthvað óeðlilegt að búið sé að gagnrýna þetta Valslið? „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Uppgjörið: Valur - Stjarnan 1-3 | Stjarnan lyftir sér upp í fjórða „Þetta er enginn flugeldasýningar Íslandsmeistaratitill“ Ekki gerst á Skaganum síðan Garðar átti markamánuð lífs síns Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Svona tryggðu Víkingar titilinn og öll hin mörkin úr Bestu í gær Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum „Þá fann ég á liðinu að það yrði ekki snúið við“ Sjáðu fögnuð Víkinga þegar Íslandsmeistaratitillinn var tryggður Gylfi Sigurðsson: Mikill léttir að tryggja fyrsta titilinn „Maður er orðinn Íslandsmeistari í sínu fyrsta giggi“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 3-1 | Evrópuvonir Blika lifa Uppgjörið: Víkingur - FH 2-0 | Víkingur er Íslandsmeistari Uppgjörið: KA - Vestri 1-1 | Sæst á jafnan hlut fyrir norðan „Ákveðin blæðing stoppuð í dag“ Lofar Heimi rauðvínsflösku úr efstu hillu „Hef ekki verið nægilega góður í sumar“ Sendir sófasérfræðingum tóninn: „Líklega eini þjálfarinn í heiminum“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-2 | Fundinn: Jónatan Ingi Uppgjörið: FHL - Þór/KA 2-3 | Hasar í lokin Markasúpa í Grafarholtinu Sjá meira