Vítisenglar Pútíns komnir til Úkraínu Stefán Ó. Jónsson skrifar 3. mars 2014 15:19 Vladímír Pútín og forsprakki Náttúlfana, "Skurðlæknirinn“. VISIR/AFP Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph. Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Náttúlfarnir eru stærstu bifhjólasamtök Rússlands en meðlimir þeirra eru á sjötta þúsund. Samtökin eru gífurlega þjóðernissinnuð og trúa þau að „þar sem Náttúlfarnir stíga niður fæti verði allt að rússneskri grund.“ Á laugardaginn síðastaliðinn héldu Náttúlfarnir frá Rússlandi til Krímskagans til að liðsinna stuðningsmönnum Pútíns í Úkraínu. Meðlimur samtakana sagði að „mikilvægt væri að berjast gegn nasistum og öðrum öfgahópum á svæðinu svo ástandið á Krímskaga verði ekki eins og það í Kænugarði.“ Náttúlfarnir eru alræmdir fyrir að hunsa lög og reglur, stjórn- og trúmál og því verða tengsl samtakana við Vladímír Pútín, forseta Rússlands, að teljast hæsta máta óeðlieg. Rússlandsforseti er góðvinur forsprakka Náttúlfanna, Alexanders Zaldostanov, sem í daglegu tali er kallaður „Skurðlæknirinn“. Tengsl forsetans og samtakana eru slík að þegar Náttúlfarnir voru bannaðir í Finnlandi féll Vladímír Pútín einnig undir þá skilgreiningu fyrir mistök. Í kjölfarið báðust finnsk yfirvöld afsökunar og afturkölluðu bannið. Pútín seinkaði eitt sinn fundi sínum með Viktori Janúkóvitsj, fyrrum forseta Úkraínu, um fjórar klukkustundir því hann var upptekinn við að aka yfir Krímskagann þveran og endilangan með Skurðlækninum. Rússlandsforseti veitti Zaldostanov heiðursverðlaun í fyrra fyrir „óeigingjarnt starf sitt í þágu þjóðernisvakningar meðal ungs fólks“ í Rússlandi. Eftir pönkbæn Pussy Riot og írafárið sem fylgdi í kjölfarið hafa Náttúlfarnir boðist til að standa vörð um kirkjur rússnesku réttrúnaðarkirkjunnar til varnar frekari „spellvirkjum“. Tengsl bifhjólasamtakana við yfirvöld hafa leitt til útistaðna við önnur mótorhjólagengi en Náttúlfarnir eru orðnir mikilvægur hluti af ítökum og áhrifum Rússlands í Austur-Evrópu Frekari upplýsingar má nálgast á vef Daily Telegraph.
Úkraína Rússland Vladimír Pútín Tengdar fréttir Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19 Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03 Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04 Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11 Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28 Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34 Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40 Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48 Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Fleiri fréttir Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Segja 30 hafa látist í skotárás Ísraelshers við dreifingu neyðargagna Kanada í hóp þeirra sem hyggjast viðurkenna sjálfstæði Palestínu Sjö dáið úr hungri síðasta sólarhringinn Rannsaka tengsl þyngdarstjórnunarlyfja við bráða brisbólgu Gargaði á flokksfélaga sína Fyrsta ástralska geimflaugin flaug í fjórtán sekúndur Maxwell vill friðhelgi fyrir vitnisburðinn Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Pokrovsk riðar til falls 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir „Hann stal henni“ Bretar hyggjast viðurkenna Palestínu sem sjálfstætt ríki Færeyingar heita refsiaðgerðum gegn Rússlandi: „Eigum eftir að sjá hvernig efndirnar verða“ Gefa lítið fyrir afarkosti Trumps Ætlaði í höfuðstöðvar NFL Bandarískir trúboðar herja á einangraða ættbálka með drónum og sólarknúnum afspilunartækjum Trump um Epstein: „Hann stal fólki sem vann fyrir mig“ Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Hyggjast greiða 60 þúsund á ári fyrir öll börn undir þriggja ára Sjá meira
Rússar segja hermenn sína ekki á förum Þó engum skotum hafi enn verið hleypt af er Krímskaginn nú undir stjórn Rússlands. 3. mars 2014 12:19
Nýr flotaforingi Úkraínu svíkst undan merkjum Denis Berezovsky, aðmíráll og flotaforingi Úkraínu, hefur lýst yfir stuðningi við Krímskaga og Sergiy Aksyonov, leiðtoga svæðisins sem hliðhollur er Rússum. 2. mars 2014 18:03
Rússar svara Bandaríkjamönnum fullum hálsi Vladímír Pútín hefur sagt Barack Obama að Rússar vilji vernda rússneskumælandi íbúa Úkraínu. 2. mars 2014 10:04
Hótar viðskiptaþvingunum gegn Rússum Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir að G8 ríkin muni einangra Rússa ef fram fer sem horfir. 2. mars 2014 15:11
Gunnar Bragi fundar með sendiherra Rússa Utanríkisráðherra segir íslensk stjórnvöld leggja þunga áherslu á að Rússar láti umsvifalaust af öllum hernaðaraðgerðum í Úkraínu og fari að alþjóðalögum. 3. mars 2014 11:28
Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu "Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta Úkraínu og Rússlands" 1. mars 2014 21:34
Rússneskir hermenn sitja um herstöð Forsætisráðherra Úkraínu hefur biðlað til Rússa að afturkalla herlið sitt frá svæðinu sem nú er sagt vera á "barmi hörmunga." 2. mars 2014 14:40
Angela Merkel segir Pútín veruleikafirrtan Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins blésu til neyðarfundar í dag um ástandið í Úkraínu. 3. mars 2014 10:48