Erlent

Úkraínski herinn settur í viðbragðsstöðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
VISIR/AFP
Úkraínska hernum hefur verið sagt að vígbúast fyrir hugsanleg átök við Rússa.

Úraínsk yfirvöld hafa lýst því yfir að öll hernaðarleg íhlutun af hendi Rússlands verður túlkuð sem stríðsyfirlýsing.

Eftir þriggja klukkustunda fund með varnarmálaráðherrum landsins sagði settur forseti landsins, Olexander Túrkínov að engin réttlæting væri fyrir þeim ögrunum sem Rússar stæðu fyrir í garð Úkraínumanna.

Forsætisráðherra Úkraínu, Arsení Jatsenjúk, átti símtal við Dmítry Medvedev þar sem hann ráðlagði honum að afturkalla fyrirhugaða innrás rússneska hersins á Krímskaga.

„Hernaðarleg íhlutun myndi leiða til stríðs og endaloka allra samskipta milli Úkraínu og Rússlands", sagði við Jatsenjúk við fréttamenn í kvöld.

Frekar upplýsingar má nálgast á vef Reuters.


Tengdar fréttir

Rússar sakaðir um innrás á Krímskaga

Rússar segjast sjálfir vera að gæta öryggis. Vopnaðir heimavarnarliðar á Krímskaga segjast óttast innrás fasista frá Kænugarði.

Obama varar Rússa við hernaðaraðgerðum í Úkraínu

Barack Obama bandaríkjaforseti flutti ávarp í Hvíta húsinu í gær þar sem hann varaði Pútín við frekari hernaðaríhlutun í Úkraínu, og sagðist óttast að afskipti rússneskra stjórnvalda ógni stöðugleika á svæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×