Liverpool mun hafna öllum tilboðum Barcelona sem mætir ekki riftunarverði Luis Suárez, en forráðamenn enska félagsins eru flognir til Katalóníu þar sem samið verður um sölu á úrúgvæska markahróknum.
Suárez skrifaði undir nýjan samning við Liverpool á síðustu leiktíð, en í honum er 60-80 milljóna punda riftunarverð sem aðeins lið utan ensku úrvalsdeildarinnar getur nýtt sér.
Þrátt fyrir að Úrgvæinn sé í fjögurra mánaða löngu banni ætlar Liverpool ekki að gefa Börsungum neinn afslátt af leikmanninum, að því fram kemur í fréttaskýringu knattspyrnuvefjarsins Goal.com.
Þar segir einnig, að ef Barcelona sé ekki tilbúið að borga uppsett verð mun Liverpool halda í leikmanninn, að minnsta kosti fram í janúar þrátt fyrir að hann megi ekki spila fyrr en í lok október.
Barcelona fær engan afslátt af Suárez
Tómas Þór Þórðarson skrifar

Mest lesið




Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í
Enski boltinn




Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti


Systkinin leikjahæst: „Heiður að taka fram úr alvöru goðsögnum“
Íslenski boltinn