Enski boltinn

Eiður byrjar á bekknum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Eiður Smári Guðjohnsen byrjar á varamannabekknum þegar Bolton Wanderers tekur á móti Ipswich Town í ensku B-deildinni klukkan 15:00 í dag.

Eiður skrifaði undir samning við Bolton út tímabilið, en hann gæti leikið sinn fyrsta leik með félaginu í 14 ár komi hann við sögu í dag.

Leikur Bolton og Ipswich hefst sem áður segir klukkan 15:000 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3. Einnig verður hægt að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.

Í spilaranum hér að ofan má sjá skemmtilegt upphitunarmyndband fyrir endurkomu Eiðs.


Tengdar fréttir

Eiður sneri aftur | Myndband

Eiður Smári Guðjohnsen lék sinn fyrsta leik fyrir Bolton Wanderers í 14 ár þegar hann kom inn á sem varamaður í markalausu jafntefli gegn Ipswich á Macron Stadium.

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?

Neil Lennon gæti sett Eið beint í byrjunarliðið

Eiður Smári Guðjohnsen spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Bolton um helgina þegar liðið mætir Ipswich í ensku b-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×