Enski boltinn

Stjóri Bolton: Eiður veit til hvers er ætlast af honum

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári í leik gegn Wimbledon þegar hann spilaði síðast með Bolton.
Eiður Smári í leik gegn Wimbledon þegar hann spilaði síðast með Bolton. vísir/getty
Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, er í skýjunum með að fá Eið Smára Guðjohnsen til liðsins, en hann var staðfestur sem nýr leikmaður liðsins í dag.

„Ég er hæstánægður að fá Eið. Hann mun skipta sköpum fyrir okkur og sjálfan hlakkar hann til að komast aftur út á völlinn,“ segir Lennon á heimasíðu Bolton.

„Það gæti tekið hann smá tíma að aðlagast B-deildinni og þeim leikstíl sem hann mun spila í. En að því sögðu þá kemur hann með opinn hugar, hungraður og hefur gert allt sem við höfum beðið hann um að gera. Hvað varðar líkamlegt form verður hann bara betri.“

Lennon velkist ekki í vafa um gæði Eiðs Smára frekar en aðrir og hlakkar mikið til að sjá hann spila.

„Við vitum allir hvað hann getur og það er gaman að hugsa til þess. Hann er gæða leikmaður og veit til hvers er ætlast af honum,“ segir Neil Lennon.


Tengdar fréttir

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×