Enski boltinn

Eiður Smári: Vonandi skapa ég fleiri góðar minningar | Myndband

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári var í viðtali eftir æfingu Bolton í dag.
Eiður Smári var í viðtali eftir æfingu Bolton í dag. mynd/bwfc.co.uk
„Ég finn fyrir jákvæðum hlutum hérna aftur og er hæstánægður að vera búinn að skrifa undir,“ segir Eiður Smári Guðjohnsen í viðtali við heimasíðu Bolton.

Eiður Smári skrifaði undir samning við Bolton til loka tímabilsins í gær og var kynntur sem nýr leikmaður félagsins í dag.

Hann spilaði áður með Bolton frá 1998-2000 og hafa stuðningsmenn liðsins tekið endurkomu hans fagnandi.

„Ég hef séð aðeins af viðbrögðum stuðningsmannanna og þau fylla mig stolti. Við eigum gott samband,“ segir Eiður Smári.

„Ég á frábærar minningar héðan og vonandi bý ég til fleiri. Ég er ekki mættur bara til að hafa gaman.“

Eiður Smári hefur verið án liðs síðan hann sagði skilið við Club Brugge í maí. „Ég var ekki viss um hvort ég ætti að halda áfram að spila, en þegar þetta tækifæri bankaði á dyrnar hugsaði ég mig ekki tvisvar um“ segir Eiður Smári Guðjohnsen.


Tengdar fréttir

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×