Enski boltinn

Setur Lennon forsíðufyrirsætuna í byrjunarliðið?

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Eiður Smári gæti verið í byrjunarliðinu.
Eiður Smári gæti verið í byrjunarliðinu. vísir/Getty
Eiður Smári Guðjohnsen spilar væntanlega sinn fyrsta leik eftir endurkomuna til Bolton í ensku B-deildinni í fótbolta í dag þegar liðið tekur á móti Ipswich á Macron-vellinum. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 3.

Mikið hefur verið gert úr endurkomu Eiðs hjá Bolton enda vann hann hug og hjörtu stuðningsmanna liðsins þegar hann spilaði þar árin 1998-2000. Andlit hans verður úti um allt á vellinum í dag þar sem hann prýðir forsíðu leikskrár leiksins.

Svo gæti farið að Eiður Smári verði í byrjunarliðinu, en hann var fenginn til liðsins bæði vegna hæfileika sinna og til að hjálpa því í gegnum meiðslavandræði. Neil Lennon, knattspyrnustjóri Bolton, verður án framherjans Craigs Davies og miðjumannsins Marks Davies. Því eru ágætur líkur á að Eiður komi við sögu í leiknum.

„Við höfum Eið. Hvort að hann byrjar leikinn eða ekki verðum við bara að bíða og sjá til með,“ sagði Lennon á blaðamannafundi fyrir leikinn. Leikur Bolton og Ipswich hefst klukkan 15.00 og útsending tíu mínútum fyrr.


Tengdar fréttir

Eiður snýr aftur fjórtán árum síðar

Eiður Smári Guðjohnsen skrifaði undir samning til loka tímabilsins við Bolton í gær. Hann spilaði síðast fyrir liðið árið 2000. Hann snýr nú aftur til félagsins eftir langan og farsælan feril. Endurkoma í landsliðið?

Neil Lennon gæti sett Eið beint í byrjunarliðið

Eiður Smári Guðjohnsen spilar væntanlega sinn fyrsta leik með Bolton um helgina þegar liðið mætir Ipswich í ensku b-deildinni í beinni á Stöð 2 Sport 2 á laugardaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×