Rauschenberg: Hrokafyllri og skapmeiri í Köben Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. október 2014 23:38 Rauschenberg stýrði upphitun á æfingu Stjörnunnar í dag. Vísir/Ernir Martin Rauschenberg verður í lykilhlutverki í varnarlínu Stjörnunnar gegn FH á morgun líkt og áður í sumar. Þá fer fram lokaumferð Pepsi-deildar karla og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst. „Mér líður vel. Sjálfstraustið í strákunum er flott og við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Rauschenberg á æfingu Stjörnunnar nú síðdegis. Þar stjórnaði hann upphitun en það var áður eitt af skylduverkum fyrirliðans Michael Præst sem er nú meiddur. „Ég er strangur við þá í upphituninni eins og alltaf. Þeir verða að vera á tánum, strákarnir,“ sagði hann og brosti út í annað. Von er á metfjölda á leikinn í Kaplakrika á morgun en Rauschenberg segir að það muni ekki trufla leikmennina. „Auðvitað verða lætin mikil og umgjörðin verður frábær. Silfurskeiðin hefur verið mögnuð í allt sumar og munu láta okkur líða eins og við værum á heimavelli. En þegar leikurinn hefst verður hann eins og hver annar leikur. Við munum ekki hugsa um neitt annað.“Rauschenberg þarf að hafa góðar gætur á Atla Viðari Björnssyni á morgun.Vísir/DaníelFyrr í vikunni var Henryk Bödker, sem er í þjálfarateymi Stjörnunnar, í viðtali á Stöð 2 þar sem hann sagði frá því að hann veldi nánast eingöngu leikmenn frá Jótlandi þegar hann fengi leikmenn til Stjörnunnar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Ástæðuna sagði hann vera að leikmenn frá Jótlandi væru viljugri til verks en til að mynda Kaupmannahafnarbúar. „Ég er sammála þessu - mjög sammála,“ sagði Rauschenberg án þess að hika. „Ég held að við séum aðeins harðari. Við setjum til dæmis ekki slæmt veður fyrir okkur en strákar sem eru úr borginni eru með aðeins meira skap og hroka.“ „Fjón sleppur,“ bætti hann við. „Vemme [Niclas Vemmelund] er þaðan og ég get vottað það þar sem ég bý með honum.“Henryk Bödker, hinn litríki aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirÞegar talið berst aftur af leiknum telur Rauschenberg að það komi Stjörnumönnum til góðs að öll pressan sé á FH-ingum. „FH er með gott lið og eru tveimur stigum á undan okkur. Þeim dugar jafntefli til að vinna,“ sagði hann. „En fyrst og fremst verður þetta mjög skemmtilegt. Allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í svona leikjum. Allir vilja vinna titla og nú höfum við tækifæri til þess.“ „Við höfum áður sýnt í sumar, til dæmis í Evrópukeppninni, að við getum unnið lið sem teljast mun sigurstranglegri. Þá hefur okkur tekist að leggja sterk lið að velli. Þetta hefur verið mikið ævintýri í sumar og vonandi endar það vel á morgun.“ Samningur Rauschenberg við Stjörnuna rennur út um áramótin en hann veit ekki hvað tekur við. „Umboðsmaður minn sér um þessi mál. Auðvitað dreymir mig um að spila í sterkri deild í Evrópu eins og öllum öðrum sem spila í íslenska boltanum. En ég útiloka þó ekkert í framhaldinu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20 Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15 Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Martin Rauschenberg verður í lykilhlutverki í varnarlínu Stjörnunnar gegn FH á morgun líkt og áður í sumar. Þá fer fram lokaumferð Pepsi-deildar karla og baráttan um Íslandsmeistaratitilinn ræðst. „Mér líður vel. Sjálfstraustið í strákunum er flott og við erum spenntir fyrir leiknum,“ sagði Rauschenberg á æfingu Stjörnunnar nú síðdegis. Þar stjórnaði hann upphitun en það var áður eitt af skylduverkum fyrirliðans Michael Præst sem er nú meiddur. „Ég er strangur við þá í upphituninni eins og alltaf. Þeir verða að vera á tánum, strákarnir,“ sagði hann og brosti út í annað. Von er á metfjölda á leikinn í Kaplakrika á morgun en Rauschenberg segir að það muni ekki trufla leikmennina. „Auðvitað verða lætin mikil og umgjörðin verður frábær. Silfurskeiðin hefur verið mögnuð í allt sumar og munu láta okkur líða eins og við værum á heimavelli. En þegar leikurinn hefst verður hann eins og hver annar leikur. Við munum ekki hugsa um neitt annað.“Rauschenberg þarf að hafa góðar gætur á Atla Viðari Björnssyni á morgun.Vísir/DaníelFyrr í vikunni var Henryk Bödker, sem er í þjálfarateymi Stjörnunnar, í viðtali á Stöð 2 þar sem hann sagði frá því að hann veldi nánast eingöngu leikmenn frá Jótlandi þegar hann fengi leikmenn til Stjörnunnar, líkt og hann hefur gert undanfarin ár. Ástæðuna sagði hann vera að leikmenn frá Jótlandi væru viljugri til verks en til að mynda Kaupmannahafnarbúar. „Ég er sammála þessu - mjög sammála,“ sagði Rauschenberg án þess að hika. „Ég held að við séum aðeins harðari. Við setjum til dæmis ekki slæmt veður fyrir okkur en strákar sem eru úr borginni eru með aðeins meira skap og hroka.“ „Fjón sleppur,“ bætti hann við. „Vemme [Niclas Vemmelund] er þaðan og ég get vottað það þar sem ég bý með honum.“Henryk Bödker, hinn litríki aðstoðarþjálfari Stjörnunnar.Vísir/ErnirÞegar talið berst aftur af leiknum telur Rauschenberg að það komi Stjörnumönnum til góðs að öll pressan sé á FH-ingum. „FH er með gott lið og eru tveimur stigum á undan okkur. Þeim dugar jafntefli til að vinna,“ sagði hann. „En fyrst og fremst verður þetta mjög skemmtilegt. Allir knattspyrnumenn vilja taka þátt í svona leikjum. Allir vilja vinna titla og nú höfum við tækifæri til þess.“ „Við höfum áður sýnt í sumar, til dæmis í Evrópukeppninni, að við getum unnið lið sem teljast mun sigurstranglegri. Þá hefur okkur tekist að leggja sterk lið að velli. Þetta hefur verið mikið ævintýri í sumar og vonandi endar það vel á morgun.“ Samningur Rauschenberg við Stjörnuna rennur út um áramótin en hann veit ekki hvað tekur við. „Umboðsmaður minn sér um þessi mál. Auðvitað dreymir mig um að spila í sterkri deild í Evrópu eins og öllum öðrum sem spila í íslenska boltanum. En ég útiloka þó ekkert í framhaldinu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02 Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15 Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20 Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15 Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30 Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06 Mest lesið Enginn sá tölvupóstinn frá UEFA Sport Það verða tónleikar í hálfleik á úrslitum HM félagsliða Sport Konate gæti farið frítt frá Liverpool Sport Messi slær enn eitt metið Fótbolti Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Enski boltinn HM félagsliða „farsælasta keppni í heimi“ samkvæmt Infantino Sport Dagskráin í dag: KA fer í Hafnarfjörðinn og golfið heldur áfram Sport Sigurvegarinn Þorsteinn: „Það má ekki á Íslandi“ Sport Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Enski boltinn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við erum klárlega að fara í alvöru slagsmál“ Njarðvík slapp með stig frá Húsavík Uppgjörið: Vestri í úrslit í fyrsta skipti Ekki pláss fyrir Rúnar í flugvélinni: „Ég fórnaði mér í þetta“ Lárus Orri byrjaður að bæta við sig „Við erum að gera eitthvað rétt“ Á góðum stað fyrir mikil átök Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Shaina boðin hjartanlega velkomin aftur í Hamingjuna Sólarbann, freistingar og kokhraustir Albanir Óli Jóh skellihló að viðtali Heimis Stúkumenn ekki sammála um hvort Valsmenn geti orðið meistarar KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum „Ekki komnir á þann stað að geta tekið leiki og klárað þá“ Uppgjörið: KR - KA 1-2 | KA úr fallsæti „Búnir að vera á smá hrakhólum“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 0-0 | Hundleiðinlegt í Eyjum Hundur vildi prófa nýja gervigrasið og fór inn á völlinn í Eyjum Uppgjörið: ÍA - Fram 0-1 | Vuk heldur áfram að skora Uppgjörið: Vestri - Valur 0-2 | Valur heldur pressu á Víkingum ÍR á toppinn en fjögur rauð spjöld og allt vitlaust í lokin Allison með fyrsta markið á nýjum Hásteinsvelli Mæta Víkingum á nýlögðu gervigrasi í Eyjum Ásgeir og Hrannar heiðruðu Jota Sjáðu glæsimark Óla Vals og öll hin í Mosfellsbæ Halldór: „Þetta er kannski lægsta orku-level sem ég hef séð hjá liðinu í sumar“ Njarðvíkingar flugu á toppinn með stórsigri í Grindavík Sjá meira
Bödker: Scholz var sá besti Hendryk Bödker, aðstoðarþjálfari Stjörnunnar, er maðurinn á bak við þá sterku tengingu sem liðið hefur átt við danska knattspyrnumenn undanfarin ár. 30. september 2014 20:02
Góður kostur að koma til Íslands Henryk Bödker lýsir í ítarlegu viðtali við danska fjölmiðla kostum þess að spila í Pepsi-deildinni. 16. júlí 2014 12:15
Þróttur fær danskan markvörð í stað Bjarka Danski markvörðurinn Henrik Bödker er genginn í raðir Þróttar en hann lék með Hetti Egilsstöðum í 2. deildinni síðasta sumar. Ríkisútvarpið greinir frá þessu. 18. desember 2008 14:20
Stjarnan samdi við danskan varnarmann Niclas Vemmelund er nýjasti liðsmaður Stjörnunnar og mun spila með liðinu í Pepsi-deildinni í sumar. 24. febrúar 2014 15:15
Mætir á B5 þegar hann fær leyfi Daninn Kennie Chopart hefur stimplað sig inn í lið Stjörnunnar í Pepsi-deild karla eftir töluverða bekkjarsetu framan af sumri. Hann segir sjálfstraustið í botni, stemmninguna hjá Garðabæjarliðinu frábæra og ræðir um íslenskar stúlkur og skemmtanalíf. 25. júlí 2013 07:30
Halldór Orri samdi við sænskt lið | Rauschenberg kemur aftur Halldór Orri Björnsson er á leið í atvinnumennsku en hann er búinn að semja við sænska úrvalsdeildarliðið Falkenbergs FF. 10. mars 2014 11:06