Íslenski boltinn

Framarar vilja að Bjarni haldi áfram

Arnar Björnsson skrifar
Bjarni Guðjónsson og lærisveinar hans féllu úr Pepsi-deildinni um helgina.
Bjarni Guðjónsson og lærisveinar hans féllu úr Pepsi-deildinni um helgina. Vísir/Andri Marinó
Snorri Már Skúlason, formaður meistaraflokksráðs Fram, segir gagnkvæman vilja þjálfara og stjórnar knattspyrnudeildar að Bjarni Guðjónsson verði áfram þjálfari liðsins.

„Við teljum það besta kostinn að Bjarni haldi áfram.  Þegar mótið byrjaði í maí gerðum við okkur fulla grein fyrir því að brugðið gæti til beggja vona um það hvort félagið héldi sæti sínu í deildinni“, segir Snorri Már, en stjórnin á fund með Bjarna nú á eftir.

„Það er of snemmt að svara því hvort miklar breytingar verða á leikmannahópnum.  Í samningum einhverra leikmanna er ákvæði um að þeir geti farið frá félaginu falli Fram úr Pepsi-deildinni“, segir Snorri.

„Tíminn verður að leiða í ljós hvort breytingar verða miklar eða litlar. Það er þó alveg ljóst að fall úr Pepsi-deild þýðir ákveðið fjárhagslegt högg og því verður það verkefni okkar að leggja línurnar fyrir næsta sumar.  Við ætlum okkur að stoppa í skamman tíma í b-deildinni og setjum stefnuna á að komast í hóp þeirra bestu sem allra fyrst“, segir Snorri Már að lokum.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×