Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Fram - Fylkir 4-3 | Fylkismenn horfðu á eftir Evrópusætinu Kolbeinn Tumi Daðason á Laugardalsvelli skrifar 4. október 2014 00:01 Bjarni Þórður Halldórsson sér boltann í netinu. vísir/andri marinó Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Framarar luku keppni í Pepsi-deild karla með sóma þrátt fyrir að 4-3 sigur á Fylki dygði ekki til að halda sæti liðsins í deildinni. Manni færri og 3-2 undir skoruðu Framarar tvö mörk gegn engu og unnu sætan sigur. Fyrir vikið varð draumur Árbæinga um Evrópusæti að engu. Leikurinn í dag var algjör veisla eins og textalýsingin að neðan ber með sér. Fylkismenn komust þrisvar yfir í leiknum en alltaf jöfnuðu Framarar jafnharðan. Guðmundur Steinn Hafsteinsson skoraði svo sigurmark Framara á 81. mínútu eftir aukaspyrnu beint af æfingasvæðinu. Marki yfir 3-2 misstu Framarar Ósvald Jarl Traustason af velli. Fylkismenn voru í Evróusæti, manni fleiri en í stað þess að taka öll völd á vellinum skoruðu Framarar tvö mörk og þögguðu niður í stuðningsmönnum Fylkis í stúkunni sem höfðu verið afar líflegir. Eina von Framara fyrir leikinn var að ÍBV myndi leggja Fjölni í Grafarvogi. Snemma varð ljóst að gulklæddir Grafarvogsbúar myndu taka ÍBV í kennslustund sem varð raunin og von Framara því lítil. Þeir gerðu þó sitt, unnu sigur á Fylkismönnum sem kunna þeim væntanlega litlar þakkir fyrir. Fylkismenn hafna því í 5. sæti deildarinnar en Framarar í því ellefta og leika í 1. deild að ári. Fram hefur leikið í efstu deild óslitið frá sumrinu 2006 en endurnýjar nú kynnin við 1. deildina. Bjarni: Verkefnið heldur áfram„Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar,“ sagði Bjarni Guðjónsson þjálfari Framara. Bjarni var ánægður með sína menn sem lentu þrisvar undir í leiknum, misstu mann af velli en unnu 4-3 sigur. „3-2 undir og manni færi sínum við aftur karakter, klárum og vinnum leikinn,“ sagði Bjarni. Hann tók undir með blaðamanni að ef hægt væri að falla með stæl hefðu Framarar þó gert það. Framarar fögnuðu sigurmarki sínu af miklum móð þótt öllum nema þeim væri ljóst að Fram væri á leið niður. Fjölnir var 3-0 yfir og manni fleiri í Grafarvogi gegn ÍBV sem hefði þurft að vinna sigur til að gefa Fram von. „Við ákváðum að blanda þessum leikjum ekkert saman. Gera það sem væri á okkar valdi ef þetta félli með okkur annars staðar. Það vissi því enginn leikmaður af því hvernig staðan var annars staðar,“ sagði Bjarni. Leikmenn fengu eðlilega tíðindin eftir að leik lauk og var stemningin döpur í klefanum eftir leik. „Þetta er alls ekki skemmtilegt og í raun og veru hundleiðinlegt. Þetta er staða sem við komum okkur í sjálfir.“ Bjarni, sem lyft hefur fjölmörgum bikurum undanfarin ár með KR og spilað í atvinnumennsku, segir egó sitt ekki of stórt til að fara með Fram í 1. deildina. „Við byrjuðum í ákveðnu verkefni fyrir tæpu ári. Það heldur áfram. við vissum að þetta tímabil gæti verið erfitt. Við höldum áfram að byggja upp til framtíðar.“ Ásmundur: Menn gjörsamlega niðurbrotnir„Menn voru gjörsamlega niðurbrotnir og brjálaðir út í sjálfa sig. Við erum það allir. Við ætluðum að enda þetta öðruvísi,“ sagði Ásmundur Arnarsson, þjálfari Fylkis. Fylkismenn voru sjálfum sér verstir. Komust í þrígang yfir og leiddu 3-2, manni fleiri þegar leikur liðsins hrundi í síðari hálfleik. „Það var svo sem ekki bara á þessu augnabliki sem eitthvað gerist. Leikurinn þróaðist þannig að við vorum sífellt að koma okkur í þá stöðu sem við vildum. En í hvert skipti sem við komumst yfir virtist hugarfar og spennustig leikmanna ekki þola það.“ Ásmundur segir Fylkismenn hafa ætlað að einblína á að leggja Fram að velli í dag en ekki vera með hugann við stöðuna í öðrum leikjum. Allt gekk upp fyrir Fylki nema þeirra eigin frammistaða. „Við höfðum ekki stjórn á neinu nema að vinna leikinn hér í dag. Vorum ekkert mikið að velta fyrir okkur hvað var að gerast annars staðar. En einhvern veginn hefur þetta farið í hausinn á mönnum eins og þetta þróaðist.“ Ásmundur segir lokaniðurstöðuna ásættanlega þótt menn séu svekktir eftir daginn í dag. Liðið hafi vaxið eftir því sem á leið. Liðið þurfti að fórna heimaleiknum í fyrri umferðinni auk þess sem töluverð meiðsli herjuðu á Árbæinga. Þjálfarinn segist munu setjast niður með forráðamönnum á næstu dögum og ræða hvort hann verði áfram með liðið. „Það eru spennandi tímar í Árbænum og hægt að byggja ofan á fullt af hlutum eftir þetta tímabil. Já, ég er að hugsa um að halda áfram.“Vísir/Andri Marinó
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Heimir varaði McClaren við því að hann myndi ekki endast í tvo mánuði Fótbolti Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti Hneykslaði marga með því að æfa með barnið á bakinu Sport Var mjög langt niðri og gaf drauminn nærri upp á bátinn Handbolti „Hlustið á leikmennina“ Handbolti ÍA - ÍR | Dýrmæt stig í boði Körfubolti Íslendingaliðið byggir leikvang með tólf reykháfum Enski boltinn Sadio Mané hafnaði Manchester United Enski boltinn Svíar og Danir fagna: „Nánast fullkominn dráttur“ Fótbolti Dómanefndin ósammála um „ekki mark“ Liverpool gegn Man City Enski boltinn Fleiri fréttir Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti
Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 101-90| Keflavík með öflugan sigur fyrir landsleikjahlé Körfubolti