Íslenski boltinn

Bjarni: Tek ekki þessa ákvörðun einn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Bjarni Guðjónsson féll með Fram um helgina.
Bjarni Guðjónsson féll með Fram um helgina. vísir/daníel
Bjarni Guðjónsson, þjálfari Fram, hefur áhuga á að stýra liðinu áfram í 1. deild, en Safamýrarliðið féll á lokadegi Pepsi-deildarinnar eftir átta ára samfellda veru í efstu deild.

„Ég gerði þriggja ára samning og mig langar að halda áfram, en þetta er ekki ákvörðun sem ég tek einn,“ sagði Bjarni við Fréttablaðið í gærkvöldi.

Framarar fóru í mikla uppbyggingu fyrir tímabilið og sóttu mikið af ungum strákum auk þess sem þeir losuðu alla erlenda leikmenn frá félaginu. Nú þurfa menn í Safamýrinni að ákveða næstu skref og það verður gert á fundi í kvöld.

„Við ætlum að hittast annað kvöld [í kvöld] og fara yfir málin. Það eru ýmsir fletir sem þarf að skoða. Það er náttúrlega einhver tekjuskerðing sem félagið verður fyrir að falla niður um deild,“ sagði Bjarni.

Framarar höfnuðu í ellefta sæti Pepsi-deildarinnar, en þeir kvöddu með stæl þegar þeir lögðu Fylkismenn, 4-3, eftir að lenda 3-2 undir og vera manni færri.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×