Sigurður Óli fyrstur til að viðurkenna mistökin Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 7. október 2014 12:00 Sigurður Óli Þorleifsson. Vísir/Valli Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Kristinn Jakobsson segir það ljóst að fyrra mark Stjörnunnar átti ekki að standa. Kristinn Jakobsson, dómari leiks FH og Stjörnunnar í Pepsi-deild karla um helgina, segir að fyrra mark Garðbæinga hefði aldrei átt að standa. Markið skoraði Ólafur Karl Finsen en svo fór að Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn með 2-1 sigri. Ólafur Karl var rangstæður þegar hann skoraði umrætt mark. „Það er alveg klárt og Sigurður Óli [Þórleifsson] varð fyrstur til að viðurkenna það þegar við sáum þetta í sjónvarpinu,“ sagði Kristinn en ítarlega var rætt við hann um leikinn í Fréttablaðinu í dag. „Þannig er lífið. Stundum er það stöngin út og það er okkar dómaranna að vinna úr mistökunum og koma í veg fyrir að þau endurtaki sig.“ Sigurður Óli var gagnrýndur af forráðamönnum FH í gær vegna atviksins og einnig vegna marks sem hann dæmdi gilt í fyrri leik liðanna í sumar. Kristinn segir að starf aðstoðardómara sé ekki öfundsvert. „Ef ég væri að velja mér starf til að taka að mér myndi ég alls ekki velja starf aðstoðardómarans. Það er alltaf að verða erfiðara og erfiðara að vera aðstoðardómari enda leikurinn að verða hraðari og leikmenn betri.“ „Það er líka mjög erfitt að vita hvenær bolta er nákvæmlega spyrnt og sjá á ákveðna [rangstöðu]línu í 30-40 metra fjarlægð. Það er oft ógjörningur. Ég hef oft fulla samúð með þeim því þeir þurfa oft að taka mjög erfiðar ákvarðanir.“ Í gær kom einnig fram að dómarar leiksins hafi þurft að verða eftir í tvo klukkutíma í Kaplakrika. Kristinn segir þó að það hafi ekki komið til af illu. „Þetta var bara gæðastund hjá okkur. Við vildum hafa tíma fyrir okkur eftir leikinn til að ræða málin og hafa gaman. Við vorum líka í fullkomnu sambandi við gæsluna á vellinum allan tímann og ég verð að hrósa FH-ingum fyrir að hafa staðið vel að öllum öryggismálum í þessum leik.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00 Mest lesið Leik lokið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Sjá meira
Kristinn Jakobsson: Menn þurfa að lifa með þessu Eitt af síðustu verkum Kristins Jakobssonar sem knattspyrnudómara var að dæma vítaspyrnuna sem tryggði Stjörnunni sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í sögunni. Um áramótin leggur hann flautuna á hilluna fyrir fullt og allt og segist hann sáttur við ákvörðun sína 7. október 2014 07:00