Enski boltinn

Óli Jóh og Sigurbjörn skrifa undir hjá Val í dag

Tómas Þór Þóraðrson skrifar
Ólafur Jóhannesson mætir á Hlíðarenda.
Ólafur Jóhannesson mætir á Hlíðarenda. vísir/vilhelm
Ólafur Jóhannesson, fyrrverandi landsliðsþjálfari í knattspyrnu, verður næsti þjálfari Vals í Pepsi-deild karla, en hann skrifar undir samning við Hlíðarendafélagið í dag. Þetta hefur Vísir samkvæmt heimildum.

Valsmenn eru án þjálfara eftir að MagnúsGylfason lét af störfum, en Magnús stýrði liðinu undanfarin tvö tímabil. Honum tókst ekki að ná markmiðum sínum í sumar sem var að skila liðinu í Evrópusæti.

Þetta er í annað sinn á þjálfaraferli Ólafs sem hann tekur við af MagnúsiGylfasyni, en Ólafur tók við Haukaliðinu árið 2011 eftir að Magnús lét af störfum á Ásvöllum.

Ólafi til halds og trausts verður SigurbjörnHreiðarsson, en saman stýrðu þeir Haukum í 1. deildinni 2012 og 2013. Sigurbjörn tók svo við af Ólafi og var aðalþjálfari Hauka í sumar en lét af störfum eftir tímabilið.

Hann mun einnig skrifa undir samning við sitt gamla félag í dag samhliða Ólafi, en Sigurbjörn er leikjahæsti leikmaður í sögu Vals og var fyrirliði þess til margra ára. Hann fagnaði bikarmeistaratitli með liðinu árið 2005 og Íslandsmeistaratitli 2007.

Sigurbjörn var einmitt í Valsliðinu sem batt enda á ævintýralega sigurgöngu FH-inga undir stjórn Ólafs Jóhannessonar árið 2007.

Valur vann FH í 17. umferð Íslandsmótsins 2007, komst upp fyrir FH í töflunni og fagnaði Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á HK í lokaumferðinni. FH-liðið hafði þá verið á toppi Landsbankadeildarinnar eins og hún hét þá í 60 umferðir samfellt.

Ólafur tók við íslenska landsliðinu árið 2007 og stýrði því til ársins 2011 þegar EyjólfurSverrisson tók við af honum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×