Neville lætur United-menn heyra það: Þið eruð ekki nógu harðir Tómas Þór Þórðarson skrifar 22. september 2014 07:45 Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór ófögrum orðum um sitt gamla lið eftir 5-3 tap þess gegn nýliðum Leicester í gær. United komst í 3-1 í leiknum, en hrundi gjörsamlega eftir að heimamenn minnkuðu muninn úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Nýliðarnir gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. Varnarleikur Manchester United í leiknum var í besta falli hlægilegur, en liðið er nú í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins búið að vinna einn leik þrátt fyrir að eyða 140 milljónum punda í nýja leikmenn. „Fram á við var United miklu betra en það hefur verið undanfarin misseri og það er jákvætt,“ sagði Neville í myndveri Sky Sports eftir leikinn. „En í fyrri hálfleik vann Leicester alla bolta sem sparkað var langt fram völlinn, hvort sem um er að ræða skallaeinvíg eða seinni boltann. Í seinni hálfleik var ranglega dæmt víti á United, en leikmennirnir eru samt mjúkir.“ „Það er enginn spurning um að Manchester United-liðið er mjúkt í miðjunni. Leikmennirnir eru ekki nógu harðir.“ „Þið sáuð hvernig þetta var hérna [í leik Man. City og Chelsea]. Í hvert einasta skipti sem Diego Costa reyndi að fara í boltann var hann laminn af Mangala og það sama var í gangi hinum megin hjá JohnTerry og GaryCahill. Mér fannst miðjumennirnir þrír og varnarlína United bara tekinn í bakaríið af Leicester,“ sagði Gary Neville. Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Gary Neville, fyrrverandi fyrirliði Manchester United, fór ófögrum orðum um sitt gamla lið eftir 5-3 tap þess gegn nýliðum Leicester í gær. United komst í 3-1 í leiknum, en hrundi gjörsamlega eftir að heimamenn minnkuðu muninn úr vítaspyrnu í seinni hálfleik. Nýliðarnir gengu á lagið og skoruðu þrjú mörk til viðbótar. Varnarleikur Manchester United í leiknum var í besta falli hlægilegur, en liðið er nú í tólfta sæti ensku úrvalsdeildarinnar og aðeins búið að vinna einn leik þrátt fyrir að eyða 140 milljónum punda í nýja leikmenn. „Fram á við var United miklu betra en það hefur verið undanfarin misseri og það er jákvætt,“ sagði Neville í myndveri Sky Sports eftir leikinn. „En í fyrri hálfleik vann Leicester alla bolta sem sparkað var langt fram völlinn, hvort sem um er að ræða skallaeinvíg eða seinni boltann. Í seinni hálfleik var ranglega dæmt víti á United, en leikmennirnir eru samt mjúkir.“ „Það er enginn spurning um að Manchester United-liðið er mjúkt í miðjunni. Leikmennirnir eru ekki nógu harðir.“ „Þið sáuð hvernig þetta var hérna [í leik Man. City og Chelsea]. Í hvert einasta skipti sem Diego Costa reyndi að fara í boltann var hann laminn af Mangala og það sama var í gangi hinum megin hjá JohnTerry og GaryCahill. Mér fannst miðjumennirnir þrír og varnarlína United bara tekinn í bakaríið af Leicester,“ sagði Gary Neville.
Enski boltinn Tengdar fréttir Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37 Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15 Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01 Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Öskjuhlíð Sport Annað dauðsfall í CrossFit keppni Sport Bakgarður 101: „Ætla að níðast á þessum líkama og sjá hvað hann getur“ Sport Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Enski boltinn „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Dreymir um að fá að heiðra dóttur sína heitna í úrslitaleiknum Fótbolti Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti Bakgarður 101: Heilagir hringir hjá biskup Íslands Sport Fundu myndband af páfanum á hafnaboltaleik Sport „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Í beinni: Southampton - Man. City | City-menn mæta botnliðinu Haaland hreinskilinn: Ég hef ekki verið nægilega góður Vill að Arsenal neiti að standa heiðursvörð fyrir Liverpool Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Salah valinn bestur af blaðamönnum Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Sjá meira
Vardy: Besti dagur ferilsins Jamie Vardy átti stórleik þegar Leicester skellti Manchester United í dag. 21. september 2014 14:37
Öll mörk gærdagsins á Vísi Samantektir úr leikjum ensku úrvalsdeildarinnar má ávallt finna á sjónvarpsvef Vísis. 21. september 2014 13:15
Ótrúleg endurkoma þegar Leicester skellti Man. Utd. | Sjáðu mörkin Unnu 5-3 sigur á lánlausu liði United eftir að hafa lent 3-1 undir. 21. september 2014 00:01
Utandeildarhetjan sá um stjörnur Van Gaal Jamie Vardy átti þátt í öllum fimm mörkum Leicester í mögnuðum 5-3 sigri liðsins á stjörnum prýddu liði Manchester United. 22. september 2014 06:30