Íslamska ríkið græðir á tá og fingri á olíu Samúel Karl Ólason skrifar 23. september 2014 12:51 Vísir/AFP Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Um 60 þúsund tunnur af olíu eru framleiddar innan svæðis Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi. Erlendir greiningaraðilar telja að samtökin hagnist um allt að eina og hálfa milljón dala á degi hverjum vegna sölu olíu á svörtum mörkuðum. Financial Times segir upprætingu þessarar tekjulindar vera lykilatriði í áætlun Bandaríkjanna og bandamanna þess í að uppræta IS. Auk þess að selja olíu, aflar IS tekna frá svæðum sem þeir hafa hernumið. Sem dæmi borga verslanir innan svæðisins tvo dali á mánuði og samtökin stefna að því að rukka íbúa fyrir rafmagn og vatn. Stærstur hluti tekna IS kemur þó frá áratugagömlum smyglhring sem starfar í Írak, Íran, Sýrlandi og Tyrklandi. Síðan Sameinuðu þjóðirnar settu viðskiptaþvinganir á olíu í Írak á tíunda áratuginum hefur smygglstarfsemi blómstrað á svæðinu. Íslamska ríkið stjórnar nú sex af tíu olíulindum Sýrlands og að minnsta kosti fjórum í Írak. Olían er flutt í gegnum Suður-Tyrkland á svæði sem þekkt er fyrir svarta starfsemi. Þar að auki eru fornmunir frá Írak og Sýrlandi fluttir um svæðið og erlendir vígamenn komast inn í Írak og Sýrland þar í gegn einnig. Sérfræðingur sem CNN ræðir við segir marga líta svo á að Tyrkland þurfi að bregðast við á landsvæðinu, þar sem Íslamska ríkið fær mestar sínar tekjur og jafnvel er sagt að særðir vígamenn séu sendir þangað til að jafna sig. Luay al-Khatteeb segir að Bandaríkin og öryggisráð Sameinuðu þjóðanna þurfi að gera ráðstafanir sem miði að því að hvetja þjóðir heimsins til að taka hart á svörtum mörkuðum sem fjármagni hryðjuverkastarfsemi.Hér má sjá kort yfir olíustarfsemi Íslamska ríkisins.Vísir/GraphicNews
Tengdar fréttir Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07 Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07 Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30 Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46 Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30 Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00 75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50 Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39 Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Hamas liðar vilja ekki afvopnast Erlent Fleiri fréttir Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Átján tegundir af sólarvörn teknar úr sölu í Ástralíu Dómari skikkar lækna til að vanda skriftina Tæplega hundrað nemenda saknað Gríðarleg öryggisgæsla í Kaupmannahöfn í aðdraganda leiðtogafundar Sjá meira
Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá erlendum vígamönnum. 3. september 2014 15:07
Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum. 25. ágúst 2014 08:07
Obama safnar liði gegn vígasveitunum Bandaríkjaforseti hyggst útskýra hernaðaráform sín gegn Íslamska ríkinu, sem hefur vaðið uppi í Sýrlandi og Írak. Arababandalagið hefur samþykkt hernaðaraðgerðir gegn Íslamska ríkinu, en lýsir þó ekki stuðningi við áform Bandaríkjanna. 9. september 2014 08:30
Um 70 þúsund flúið til Tyrklands í dag Sýrlenskir Kúrdar flykkjast nú yfir landamærin af ótta við árásir Íslamska ríkisins. Ákvörðun Tyrkja um að hleypa þúsundum Kúrda inn fyrir landamæri sín er talin til marks um hversu alvarleg ógn stafar af vígamönnum samtakanna. 20. september 2014 23:46
Cameron útilokar ekki loftárásir Breta á Íslamska ríkið Leiðtogar NATO-ríkjanna ræða heimsmálin: Vígasveitir herskárra íslamista í Írak og Sýrlandi, átök við uppreisnarmenn í Úkraínu og breyttar áherslur í Afganistan. 5. september 2014 07:30
Íslamska ríkið mun ekki hræða Bandaríkin Barack Obama Bandaríkjaforseti segir að Bandaríkin muni ekki láta Íslamska ríkið hræða sig, eftir að hryðjuverkasamtökin afhöfðuðu bandaríska blaðamanninn Steve Sotloff. 4. september 2014 12:00
75 vígamenn féllu í loftárás Frakka Íslamska ríkið er nú talið flytja vopnabúr sín með reglulegu millibili til að gera geymslurnar að erfiðari skotmörkum. 20. september 2014 23:50
Frakkar gera loftárásir í Írak Stjórnvöld í Frakklandi ætla að verða við beiðni Íraka um aðstoð í baráttunni við Íslamska ríkið. 18. september 2014 21:39