Innlent

Síðasta vígi Bashar al-Assads í norðurhluta Sýrlands er fallið

Framganga ISIS-samtakanna í Sýrlandi og Írak hafa riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum.
Framganga ISIS-samtakanna í Sýrlandi og Írak hafa riðlað öllum valdahlutföllum í heimshlutanum. Vísir/AFP
Vígamenn í hreyfingunni Íslamskt ríki hafa náð á sitt vald herflugvellinum í Tabqa, sem var síðasta vígi stjórnarhersins í héraðinu Raqqa í norðurhluta  Sýrlands. Frá þessu var greint í ríkissjónvarpi Sýrlands en harður bardagi hefur geisað um völlinn síðustu daga og liggja hundruð í valnum.

Rúmlega 190 þúsund manns hafa látið lífið í borgarastríðinu í Sýrlandi frá því það hófst. Íslamska ríkið, sem áður gekk undir nafninu Ísis, ræður nú yfir stórum svæðum í Sýrlandi og í norðurhéruðum Íraks. Bandaríkjamenn hafa gert loftárásir á samtökin í Írak, en þær árásir hafa ekki náð inn í Sýrland.

Flugvöllurinn sem um ræðir liggur um 45 kílómetra fyrir utan borgina Raqqa, sem er eitt helsta vígi hins Íslamska ríkis. Á honum eru herþotur í tugatali frá Sýrlenska hernum, árásarþyrlur, skriðdrekar og fallbyssur.

Sérfræðingar segja að það sé mikið áfall fyrir Bashar al-Assad forseta og stjórn hans að missa flugvöllinn í hendur vígamannanna enda hafi völlurinn verið notaður til þess að tryggja yfirráð stjórnarhersins í lofti á átakasvæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×