Yfir tvö þúsund Evrópubúar berjast með vígahópum Samúel Karl Ólason skrifar 3. september 2014 15:07 Vísir/AFP Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá stærstu auðlind sinni, erlendum vígamönnum. Áhyggjur eru uppi víða um að þegar vígamenn IS snúi aftur til síns heima muni þeir fremja hryðjuverk þar. Að í átökunum í Sýrlandi og Írak sé verið að þjálfa hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Talið er að yfir tvö þúsund manns með ríkisborgararétt í Evrópu berjist með vígahópum í Sýrlandi og Írak. Þar af berjast langflestir fyrir Íslamska ríkið. Vegabréf eru gerð upptæk, grunaðir vígamenn eru handteknir á flugvöllum og víða hefur moskum þar sem rótækur áróður átt sér stað verið lokað. Þá eru tæknifyrirtæki undir sífellt meiri þrýstingi um að þurrka áróður samtakanna út af heimasíðum. Leyniþjónustur víða um heim vinna nú að þróun leiða til að bera kennsl á vígamenn IS á flugvöllumKallar eftir alþjóðlegu átaki „Verði ástandið vanrækt, er ég viss um að innan mánaðar verði þeir komnir til Evrópu og eftir annan mánuð, til Bandaríkjanna,“ hefur AP fréttaveitan eftir Abdullah, konungi Sádi-Arabíu. Hann hefur kallað eftir alþjóðlegu átaki gegn átökunum í Sýrlandi og Írak. Áhrifamiklir íslamskir prestar í Bretlandi kölluðu samtökin Íslamst ríki öfgasamtök trúvillinga og lýstu því yfir að breskir múslimar mættu ekki ganga til liðs við þá. Þeir sögðu breska múslima bera þá skyldu að vinna gegn eitraðri trú IS. Í Frakklandi eru uppi áætlanir um að gera vegabréf þeirra sem hafa barist og ætla sér að berjast fyrir IS í Sýrlandi og Írak upptæk. Jafnframt er unnið að löggjöf þar í landi, sem auðveldar lokun vefsíðna sem dreifa boðskap samtakanna. Þessar áætlanir hafa mætt lítilli sem engri mótspyrnu frá íbúum Frakklands.Hér má sjá yfirlit yfir ódæði IS í Írak að undanförnu.Vísir/Graphic NewsGrimmd, róttækni og agi laða fólk að Talið er að um 900 franskir ríkisborgarar berjist með Íslamska ríkinu og saksóknarar segja yfirvöld rannsaka 329 einstaklinga. Þar á meðal 14 ára stúlka sem á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að berjast fyrir IS. Að minnsta kosti 400 þýskir ríkisborgarar berjast nú í Sýrlandi og Írak, en yfirvöld þar eru áhyggjufull vegna málsins. „Það sem laðar fólk að samtökunum er grimmd þeirra, róttækni og agi þeirra,“ sagði Hans-Georg Maassen, yfirmaður innanlandsleyniþjónustu Þýskalands við AP. „Við verðum að gera ráð fyrir því að mögulega komi fólk aftur heim og fremji hryðjuverk hér.“ Bretar hafa lagt fram lagafrumvarp sem auðveldar yfirvöldum að gera vegabréf grunaðra vígamanna upptæk. Í Hollandi er unnið að því að auðvelda sviptingu ríkisborgararéttar vígamanna og lokun heimasíðna sem útdeila áróðri IS. Yfirvöld í Bosníu handtóku nýverið 16 einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa barist í Sýrlandi og Írak. Við komuna heim til Bosníu gengu þeir til liðs við Íslamska vígamenn þar í landi. Nýverið var 16 ára stúlka handtekin á flugvelli í Nice í Frakklandi, ásamt manni sem grunaður er um að hafa fengið hana til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Þá var maður handtekinn á flugvelli í Melbourn í Ástralíu með tugi þúsunda dali í tösku sinni og fána IS.„Ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar“ 25 ástralskir ríkisborgara fóru til Afganistan eftir innrás Bandaríkjanna 2001 og börðust þar með talibönum. Tveir þriðju þeirra sneru sér að hryðjuverkastarfsemi við komuna heim. Ástralar berjast nú með IS. „Þeir Ástralar og stuðningsmenn þeirra sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtök í miðausturlöndum er alvarleg og vaxandi ógn gegn öryggi okkar,“ sagði Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu. „Menn sem drepa án tilfinninga í öðrum löndum eru ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar, snúi þeir aftur heim.“ Tengdar fréttir „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
Ríkisstjórnir víða um heim vinna nú að breytingum á lögum sem ætlað er að hjálpa til við að aðskilja samtökin Íslamst ríki frá stærstu auðlind sinni, erlendum vígamönnum. Áhyggjur eru uppi víða um að þegar vígamenn IS snúi aftur til síns heima muni þeir fremja hryðjuverk þar. Að í átökunum í Sýrlandi og Írak sé verið að þjálfa hryðjuverkamenn framtíðarinnar. Talið er að yfir tvö þúsund manns með ríkisborgararétt í Evrópu berjist með vígahópum í Sýrlandi og Írak. Þar af berjast langflestir fyrir Íslamska ríkið. Vegabréf eru gerð upptæk, grunaðir vígamenn eru handteknir á flugvöllum og víða hefur moskum þar sem rótækur áróður átt sér stað verið lokað. Þá eru tæknifyrirtæki undir sífellt meiri þrýstingi um að þurrka áróður samtakanna út af heimasíðum. Leyniþjónustur víða um heim vinna nú að þróun leiða til að bera kennsl á vígamenn IS á flugvöllumKallar eftir alþjóðlegu átaki „Verði ástandið vanrækt, er ég viss um að innan mánaðar verði þeir komnir til Evrópu og eftir annan mánuð, til Bandaríkjanna,“ hefur AP fréttaveitan eftir Abdullah, konungi Sádi-Arabíu. Hann hefur kallað eftir alþjóðlegu átaki gegn átökunum í Sýrlandi og Írak. Áhrifamiklir íslamskir prestar í Bretlandi kölluðu samtökin Íslamst ríki öfgasamtök trúvillinga og lýstu því yfir að breskir múslimar mættu ekki ganga til liðs við þá. Þeir sögðu breska múslima bera þá skyldu að vinna gegn eitraðri trú IS. Í Frakklandi eru uppi áætlanir um að gera vegabréf þeirra sem hafa barist og ætla sér að berjast fyrir IS í Sýrlandi og Írak upptæk. Jafnframt er unnið að löggjöf þar í landi, sem auðveldar lokun vefsíðna sem dreifa boðskap samtakanna. Þessar áætlanir hafa mætt lítilli sem engri mótspyrnu frá íbúum Frakklands.Hér má sjá yfirlit yfir ódæði IS í Írak að undanförnu.Vísir/Graphic NewsGrimmd, róttækni og agi laða fólk að Talið er að um 900 franskir ríkisborgarar berjist með Íslamska ríkinu og saksóknarar segja yfirvöld rannsaka 329 einstaklinga. Þar á meðal 14 ára stúlka sem á nú yfir höfði sér allt að fimm ára fangelsi fyrir að hafa ætlað að berjast fyrir IS. Að minnsta kosti 400 þýskir ríkisborgarar berjast nú í Sýrlandi og Írak, en yfirvöld þar eru áhyggjufull vegna málsins. „Það sem laðar fólk að samtökunum er grimmd þeirra, róttækni og agi þeirra,“ sagði Hans-Georg Maassen, yfirmaður innanlandsleyniþjónustu Þýskalands við AP. „Við verðum að gera ráð fyrir því að mögulega komi fólk aftur heim og fremji hryðjuverk hér.“ Bretar hafa lagt fram lagafrumvarp sem auðveldar yfirvöldum að gera vegabréf grunaðra vígamanna upptæk. Í Hollandi er unnið að því að auðvelda sviptingu ríkisborgararéttar vígamanna og lokun heimasíðna sem útdeila áróðri IS. Yfirvöld í Bosníu handtóku nýverið 16 einstaklinga sem eru grunaðir um að hafa barist í Sýrlandi og Írak. Við komuna heim til Bosníu gengu þeir til liðs við Íslamska vígamenn þar í landi. Nýverið var 16 ára stúlka handtekin á flugvelli í Nice í Frakklandi, ásamt manni sem grunaður er um að hafa fengið hana til að ganga til liðs við Íslamska ríkið. Þá var maður handtekinn á flugvelli í Melbourn í Ástralíu með tugi þúsunda dali í tösku sinni og fána IS.„Ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar“ 25 ástralskir ríkisborgara fóru til Afganistan eftir innrás Bandaríkjanna 2001 og börðust þar með talibönum. Tveir þriðju þeirra sneru sér að hryðjuverkastarfsemi við komuna heim. Ástralar berjast nú með IS. „Þeir Ástralar og stuðningsmenn þeirra sem hafa gengið til liðs við hryðjuverkasamtök í miðausturlöndum er alvarleg og vaxandi ógn gegn öryggi okkar,“ sagði Tony Abbot, forsætisráðherra Ástralíu. „Menn sem drepa án tilfinninga í öðrum löndum eru ekki líklegir til að verða löghlýðnir borgarar, snúi þeir aftur heim.“
Tengdar fréttir „Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58 Mest lesið Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Innlent Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins Innlent Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Innlent Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent Sigmundur seinn: „Er þingmaðurinn í salnum?“ Innlent Halla tekur sér frí og vill að karlmenn axli ábyrgð Innlent Stöðugleiki norðlægrar hringrásar skammgóður vermir fyrir Ísland Innlent Fleiri fréttir Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Sjá meira
„Réttlætinu verður fullnægt“ Barack Obama segir að Bandaríkin muni, ásamt öðrum þjóðum, eyða Íslamska ríkinu. 3. september 2014 10:58
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Innlent