Erlent

Sprengdu upp 1300 ára gamla kirkju

Græna kirkjan í Tíkrit, áður en hún var jöfnuð við jörðu.
Græna kirkjan í Tíkrit, áður en hún var jöfnuð við jörðu.
Íslamistar sprengdu í dag Grænu assírsku kirkjuna í Tíkrit sem reist var árið 700 e.kr., ef marka má umfjöllun BBC um málið.

Tíkrit er rúmlega 140 kílómetra norðvestan af höfuðborginni Bagdad.

Þá eiga þeir einnig að hafa jafnað elsta múslimska helgidóminn í Írak við jörðu.

Íslamistarnir, sem taldir eru hafa verið á vegum Íslamska ríkisins, röðuðu sprengiefni í kringum kirkjuna sem staðsett er við konungshöllina í borginni. Græna kirkjan var talin frægasta og fegursta kirkjan í Tíkrit. Hún var jafnframt ein sú elsta, rétt rúmlega 1300 ára gömul. Kirkjan gjöreyðilagðist í sprengingunni.

Sömu sögu er að segja um einn helgasta stað múslima í Írak, moskuna í Salhuddin, sem Íslamistarnir lögðu einnig í eyði í voðaverkum dagsins. Moskan var talin geyma líkamsleifar fjörutíu fylgismanna Múhameðs spámanns sem tóku þátt í landvinningunum í stjórnartíð Kalífans Omar bin-al-Khattab árið 638 e. kr.

Íslamska ríkið hefur sprengt upp kirkjur, grafreiti og moskur  í Kirkuk og Nineveh-héruðu, þar með talið grafhýsi spámannanna Jónasar, Georgs og Daníels. Þá hafa liðsmenn samtakana jafnað allar 45 kirkjurnar í Mosúl við jörðu á síðustu vikum og mánuðum.


Tengdar fréttir

Gerðu árásir á ISIS innan landamæra Sýrlands

Bandaríkjamenn og bandamenn þeirra hófu í nótt loftárásir á bækistöðvar hins íslamska ríkis innan landamæra Sýrlands. Þau ríki sem þátt taka í árásunum ásamt Bandaríkjamönnum eru öll af Arabíuskaganum að því er talsmaður hersins segir en þetta er í fyrsta sinn sem látið er til skarar skríða gegn vígamönnunum innan sýrlensku landamæranna.

Cameron vill taka þátt í aðgerðum gegn IS

Búist er við að hann fari fram á kosningu um hvort breski flugherinn taki einnig þátt í árásum á bækistöðvar samtakanna í Sýrlandi og í Írak.

Baráttan við ISIS mun vara í nokkur ár

Talsmaður Bandaríkjahers segir ljóst að baráttan við hið Íslamska ríki, samtökin sem nú stjórna stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi með harðri hendi, muni taka nokkur ár. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa BBC tók við aðmírálinn John Kirby en hann fullyrðir þó að loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á búðir samtakanna í Írak og í Sýrlandi hafi haft mikil áhrif.

Ekkert lát á flóttamannastraumnum

Rúmlega 100 þúsund flóttamenn hafa nú leitað yfir landamærin til Tyrklands undan árásum Íslamska ríkisins í norðanverðu Sýrlandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×