Erlent

Réðust gegn olíuvinnslu Íslamska ríkisins

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/AFP
Bandaríkin og bandamenn þeirra, gerðu í nótt árásir á olíuvinnslur í Sýrlandi. Þetta var þriðja nótt loftárása þar í landi í röð. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að olíuvinnslurnar, sem Íslamska ríkið stjórnar, hafi aflað allt að tveimur milljónum dala í tekjur fyrir samtökin, eða um 240 milljónir króna.

Bandaríkin, Sadí-Arabía og Sameinuðu arabísku furstadæmin gerðu árásirnar, en BBC segir að fjórtán vígamenn IS hafi fallið í þeim auk fimm borgara.

Orrustuþotur og drónar voru notaðar til árásanna og yfirvöld Bandaríkjahers segja þær hafa beinst gegn smáum olíuvinnslum sem hafi framleitt á milli þrjú hundruð og fimm hundruð tunnur af olíu á hverjum degi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×