Erlent

Baráttan við ISIS mun vara í nokkur ár

John Kirby aðmíráll.
John Kirby aðmíráll.
Talsmaður Bandaríkjahers segir ljóst að baráttan við hið Íslamska ríki, samtökin sem nú stjórna stórum svæðum í Írak og í Sýrlandi með harðri hendi, muni taka nokkur ár. Þetta kemur fram í viðtali sem fréttastofa BBC tók við aðmírálinn John Kirby en hann fullyrðir þó að loftárásir Bandaríkjamanna og bandamanna þeirra á búðir samtakanna í Írak og í Sýrlandi hafi haft mikil áhrif.

Um 200 árásir hafa verið gerðar á samtökin í Írak og í gær var í fyrsta sinn ráðist gegn þeim innan landamæra Sýrlands. Obama forseti Bandaríkjanna þakkaði í gærkvöldi þeim arabalöndum sem þátt tóku í árásunum og utanríkisráðherrann John Kerry segir að nú þegar hafi um fimmtíu þjóðir samþykkt að taka þátt í baráttunni við samtökin.
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.