Íslenski boltinn

Úrslitaleikur í Krikanum | Úrslit dagsins

Topplið Pepsi-deildar karla, FH og Stjarnan, voru í miklu stuði og sáu til þess að það verður hreinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn í Kaplakrika um næstu helgi.

Stjörnumaðurinn Rolf Toft og FH-ingurinn Alti Guðnason skoruðu báðir þrennu fyrir sitt lið í dag.

Fylkir á mjög óvæntan möguleika á Evrópusæti eftir sigur á Fjölni. Blikar eiga aftur móti ekki lengur möguleika á Evrópusæti eftir tap á Akureyri.

Keflavík er búið að bjarga sér frá falli og það verður Fram eða Fjölnir sem fylgir Þór niður í 1. deild. Fram á heimaleik gegn Fylki í lokaumferðinni á meðan Fjölnir tekur á móti ÍBV.

Úrslit:

Þór-Breiðablik  2-0

1-0 Jóhann Helgi Hannesson (4.), 2-0 Kristinn Þór Rósbergsson (82.)

Stjarnan-Fram   4-0

1-0 Rolf Toft (4.), 2-0 Rolf Toft (18.), 3-0 Veigar Páll Gunnarsson (27.), 4-0 Rolf Toft (72.)

Víkingur-KR  0-1

0-1 Grétar Sigfinnur Sigurðarson (43.)

Fylkir-Fjölnir  2-1

1-0 Albert Brynjar Ingason (12.), 1-1 Bergsveinn Ólafsson (38), 2-1 Andrew Sousa (44.)

Rautt spjald: Atli Már Þorbergsson, Fjölnir (42.)

ÍBV-Keflavík  0-2

0-1 Elías Már Ómarsson (7.), 0-2 Frans Elvarsson (108.)

Valur-FH  1-4

1-0 Magnús Már Lúðvíksson (16.), 1-1 Atli Guðnason (17.), 1-2 Atli Guðnason (47.), 1-3 Steven Lennon (53.), 1-4 Atli Guðnason (70.)

Staðan - stig:

FH - 51

Stjarnan - 49

KR - 40

Víkingur - 30

Valur - 28

Fylkir - 28

Breiaðblik - 24

Keflavík - 22

ÍBV - 22

Fjölnir - 20

Fram - 18

Þór - 12

Lokaumferðin næsta laugardag:

Fjölnir - ÍBV

Keflavík - Víkingur

KR - Þór

Breiðablik - Valur

Fram - Fylkir

FH - Stjarnan


Tengdar fréttir

Sköflungurinn brotnaði á Garner

Matt Garner, bakvörður ÍBV, spilar ekki fótbolta næsta hálfa árið hið minnsta eftir að hafa orðið fyrir hræðilegum meiðslum í leik ÍBV og Keflavíkur í dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×