Íslenski boltinn

Víkingur hafnaði tilboði Aalesund í Aron Elís

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Aron Elís í leik gegn ÍBV á dögunum.
Aron Elís í leik gegn ÍBV á dögunum. Vísir/Andri Marínó
Víkingur hafnaði í dag tilboði Aalesund í Aron Elís Þrándarson, miðjumann liðsins en norska úrvalsdeildarfélagið lagði fram kauptilboð í leikmanninn í síðustu viku.

Tilboðið var einfaldlega ekki nægilega gott að mati Víkings en það staðfesti Heimir Gunnlaugsson, formaður meistaraflokksráðs Víkings, við Vísi.

Aron Elís hefur verið eftirsóttur um nokkurt skeið, ekki síst vegna frammistöðu sinnar í 1. deildinni í fyrra þar sem hann skoraði 14 mörk í 14 leikjum og svo í Pepsi-deildinni í ár þar sem hann bar sóknarleik Víkingsliðsins á herðum sér framan af móti.

Aron sem er uppalinn í Víking mun því klára tímabilið með liðinu en liðið er í harðri baráttu um sæti í Evrópukeppni að ári.

Að sögn Heimis hafa fleiri lið áhuga á Aroni Elís en útsendarar hafa fylgst með honum í allt sumar og sérstaklega undanfarnar vikur.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×