Enski boltinn

Falcao: Stefni á Englandsmeistaratitilinn

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Falcao kátur fyrir utan æfingasvæði Manchester United.
Falcao kátur fyrir utan æfingasvæði Manchester United. Vísir/Getty
Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao segist stefna á Englandsmeistaratitilinn með sínum nýju liðsfélögum í Manchester United.

„Markmiðið er að skora mörk og vinna titla,“ sagði Falcao í samtali við FourFourTwo. „Við stefnum að því að vinna Englandsmeistaratitilinn á þessu tímabili. Ég vil hjálpa félagsliðinu mínu, sem og Kólumbíu sem undirbýr sig fyrir Copa America og HM 2018.

„Enska úrvalsdeildin er sterkasta deild í heimi. Bestu leikmennirnir spila þar og þú reynir þig gegn þeim bestu í hverri viku.“

Falcao, sem kom til United á eins árs lánssamningi frá Monaco, segir að enska liðið hafi verið á höttunum eftir honum síðustu mánuði.

„Önnur lið eins og Real Madrid höfðu áhuga, en ég vildi fara til Manchester United. Þetta er frábært félag með frábæra sögu sem fær mig til að trúa að ég geti staðið mig vel hér,“ sagði framherjinn sem hefur mikla trú á Louis van Gaal, knattspyrnustjóra United, þrátt fyrir að liðið hafi ekki enn unnið leik á tímabilinu.

„Það sáu allir á HM að van Gaal er í hópi bestu þjálfara heims. Hann skilur leikmennina sína og nær því besta út úr þeim - sem er mikilvægt ef leikmaður og lið ætla sér að ná árangri.“

Falcao gæti leikið sinn fyrsta leik fyrir Manchester United gegn QPR á Old Trafford á sunnudaginn.


Tengdar fréttir

Falcao að ná sér af meiðslunum

Falcao er í óða önn að verða klár og reiknar þjálfari Monaco með honum á Emirates Cup um næstu helgi.

Arnesen skilur ekki innkaupastefnu Man. Utd

Frank Arnesen þekkir vel til í fótboltanum. Hann er fyrrverandi landsliðsmaður Dana og hefur starfað sem íþróttastjóri hjá fimm fótboltaliðum, m.a. ensku liðunum Tottenham og Chelsea.

Falcao ekki með hugann við Madrid

Kólumbíski framherjinn Radamel Falcao hjá franska stórliðinu Monaco segist ekkert velta því fyrir sér þó hann sá sterklega orðaður við Evrópumeistara Real Madrid í sumar.

Falcao: Hef skorað allstaðar þar sem ég hef spilað

Radamel Falcao, nýjasti leikmaður Manchester United, er spenntur fyrir vistaskiptunum til Englands. Falcao spilaði sinn fyrsta leik með Kólumbíu í gær eftir erfið hnémeiðsli sem héldu honum frá HM.

Falcao tryggði Monaco sigur | Valencia vann Emirates Cup

Alexis Sánchez lék sinn fyrsta leik í byrjunarliði Arsenal þegar liðið beið lægri hlut fyrir Monaco með einu marki gegn engu á Emirates Cup sem fór fram um helgina á heimavelli Lundúnaliðsins, Emirates Stadium.

Falcao á Old Trafford

Flest virðist benda til þess að kólumbíski framherjinn Radamel Falcao sé á leið til Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×