Enski boltinn

Radamel Falcao orðinn leikmaður Manchester United

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Radamel Falcao.
Radamel Falcao. mynd/manutd.com
Kólumbíski markahrókurinn Radamel Falcao er loks orðinn leikmaður Manchester United eftir mikla bið, en United staðfesti komu hans á heimasíðu sinni nú eftir miðnætti.

Falcao kemur á lánssamningi frá Monaco í Frakklandi sem er talinn kosta United um sex milljónir punda, en United er svo með forkaupsrétt á honum næsta sumar.

Þessi 28 ára gamli Kólumbíumaður skoraði 104 mörk í 139 deildarleikjum með Porto Atlético Madrid og Monaco á árunum 2009-2014, en hann sleit krossband í bikarleik með Monaco snemma á þessu ári og missti af HM.

Manchester United seldi Danny Welbeck til Arsenal fyrr í kvöld og lánaði Javier Hernández til Real Madrid, en á móti fékk liðið Daley Blind frá Ajax og Falcao.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×