Erlent

Boðað til mótmæla gegn IS í Danmörku

Boðað hefur verið til mótmæla gegn Íslamska ríkinu í Kaupmannahöfn og Árósum í dag og er búist við að hundruð múslimar taki þátt í þeim. Vel á annað þúsund hafa boðað komu sína á mótmælin í Kaupmannahöfn í gegnum Facebook.

Talið er að tvö til þrjú hundruð herskáir íslamistar séu í Danmörku en ekki er búist við að stuðningsmenn Íslamska ríkisins reyni að hafa áhrif á aðgerðirnar í dag. Skipuleggjendur mótmælanna segja tilganginn að sýna andstöðu venjulegs fólks við baráttuaðferðir Íslamska ríkisins og í Árósum er lögð áhersla á að ekkert íslamskt sé við aðferðir vígamannanna.

Að sögn dönsku öryggislögreglunnar hafa um eitt hundrað íslamskir íbúar Danmerkur tekið þátt í baráttu Íslamska ríkisins í Írak og Sýrlandi og hefur um helmingur þeirra snúið aftur heim.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×