Enski boltinn

Rikki Daða: Arsenal fær of mörg færi á sig

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Arsenal og Manchester City skildu jöfn, 2-2, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu um helgina.

Arsenal var með undirtökin í leiknum þegar City komst í 1-0 með marki SergioAgüero, en það kom Ríkharði Daðasyni, sérfræðingi Messunnar, ekkert sérstaklega á óvart.

„Eins og oft gerist hjá Arsenal þegar andstæðingurinn kemst inn í leikinn og það eru gæði í sóknarleiknum hjá honum þá eru komin eitt til tvö færi strax,“ sagði Ríkharður.

„Það var það sem gerðist. City komst inn í leikinn og átti fyrsta skotið sitt og í annarri sókninni eru þeir komnir í 1-0 og hefðu getað komist í 2-0 tveimur mínútum síðar.“

„Þetta er vandamál Arsenal. Þeir eru betri stóran hluta af leiknum, en þegar þeir missa tökin þá gefa þeir allt of mörg færi á sér.“

Í spilaranum hér að ofan má sjá Ríkharð fara yfir varnarleik Arsenal í Messunni á Stöð 2 Sport í gærkvöldi.


Tengdar fréttir

Costa ekki refsað fyrir að slá Gylfa

Diego Costa, framherji Chelsea, missti stjórn á skapi sínu í leiknum gegn Swansea um síðustu helgi og sló þá til Gylfa Þórs Sigurðssonar.

Ronaldo dreymir um að fara aftur til Man. Utd

Það er mikið slúðrað um það þessa dagana að Cristiano Ronaldo vilji koma aftur til Man. Utd. Hann er sagður vera óánægður í herbúðum Real Madrid.

Van Gaal er ekki ógnandi heldur heiðarlegur

Hollendingurinn Daley Blind byrjaði frábærlega með Man. Utd um síðustu helgi og hann hrósar stjóra liðsins, Louis van Gaal, fyrir að vera einstaklega heiðarlegur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×