Erlent

Ebólusmitaðir kaupa blóð á svörtum markaði

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Yfir 2.400 hafa látið lífið af völdum veirunnar í Vestur-Afríku samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni.
Yfir 2.400 hafa látið lífið af völdum veirunnar í Vestur-Afríku samkvæmt gögnum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnuninni. Vísir/AFP
Blóð úr þeim sem lifað hafa af ebólusmit gengur nú kaupum og sölum á svörtum markaði í Vestur-Afríku og hefur Alþjóðaheilbrigðisstofnunin sent frá sér viðvörun vegna þessa.

Engin lækning er til við sjúkdómnum og eru sýktir einstaklingar orðnir afar örvæntingafullir. Þó er talið að blóð úr einstaklingum sem lifað hafa sjúkdóminn af geti læknað hina sýktu. Þó nokkrir hafa fengið blóðgjafir úr þeim sem læknast hafa af veirunni og hefur það blásið fólki von í brjóst að loks sé komin lækning við þessum skæða sjúkdómi.  

Að minnsta kosti 2.400 hafa orðið faraldrinum að bráð og eru þúsundir sýktir. Faraldurinn er sagður stjórnlaus og sá skæðasti í sögunni. Allra leiða er því leitað til að finna lækningu við veirunni. Um sex bóluefni eru í þróun en hefur ekkert þeirra verið prófað af mönnum. Athygli hefur beinst að lyfinu ZMapp sem gefið var sjö sjúklingum, en létust tveir þeirra. Lyfið er þó uppurið og segir framleiðandi þess það taka marga mánuði að búa til fleiri skammta.


Tengdar fréttir

SÞ þurfa rúman milljarð dala gegn ebólu

"Smitaðir einstaklingar hafa þurft að snúa aftur til síns heima, þar sem þeir smita aðra og halda dreifingu veirunnar áfram. Allt vegna skorts á alþjóðlegri aðstoð.“

Auka viðbúnað vegna ebólu

Bandaríkin og Bretland munu á komandi vikum setja upp heilsugæslur og senda nauðsynjavörur og -búnað til þeirra ríkja sem verst hafa orðið úti í baráttunni við ebólufaraldurinn.

Blóðgjafir til tilraunar

Talið er að blóð úr þeim sem læknast hafa af ebólaveirunni innihaldi mótefni sem hugsanlega gæti hjálpað hinum sýktu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×