Enski boltinn

Rojo fékk loks atvinnuleyfi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Marcos Rojo, argentínski varnarmaðurinn sem Manchester United keypti frá Sporting Lissabon í sumar, er loks kominn með atvinnuleyfi og getur því hafið leik með United.

Rojo, sem kostaði enska félagið 16 milljónir punda, hefur dvalið í Madríd undanfarnar vikur þar sem hann hefur ekki mátt vera á Englandi, en Manchester United greindi frá því á Twitter-síðu sinni að allir pappírar væru nú frágengnir.

Einnig hefur verið greint frá því að gamalt sakamál tefji fyrir fraumraun kappans með Manchester United, en hann gæti þurft að sinna samfélagsþjónustu í heimalandinu.

Þá hefur verið skrifað um deilur á eignarhaldi hans, en Sporting Lissabon stendur nú stappi við fyrirtæki sem á Rojo um hvernig skal skipta kaupverðinum.

Lögmaður Rojos, FernandoBurlando, segir að sakamálið hafi allavega ekki nein áhrif á samning Rojos við Manchester United og má hann nú hefja leik annan laugardag þegar liðið mætir QPR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×