Erlent

Mikill fjöldi við útför Brown í St Louis

Atli Ísleifsson skrifar
Langar raðir myndust við útför Browns í baptistakirkjunni Friendly Temple í St Louis.
Langar raðir myndust við útför Browns í baptistakirkjunni Friendly Temple í St Louis. Vísir/AFP
Fleiri hundruð komu saman fyrr í dag vegna útfarar Michaels Brown, táningsins sem lést eftir að lögreglumaður skaut hann sex skotum þann 9. ágúst.

Dauði Browns varð kveikjan að miklum mótmælum sem stóðu í hátt í tvær vikur í bænum Ferguson í Missouri-ríki.

Í frétt BBC segir að langar raðir hafi myndast við baptistakirkjuna Friendly Temple þar sem athöfnin fór fram.

Faðir Browns, Michael Brown eldri, hvatti til stillingar í tengslum við útförina þegar hann ávarpaði mannfjölda í St Louis í gær. Segir í frétt BBC að svo virðist sem honum hafi orðið að ósk sinni.


Tengdar fréttir

Ku Klux Klan á leið til Ferguson

Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga.

Þjóðvarðliðið dregið frá Ferguson

Ríkisstjóri Missouri-ríkis í Bandaríkjunum hefur fyrirskipað að þjóðvarðliðið verði dregið frá bænum Ferguson þar sem dregið hefur úr mótmælum í bænum í sem hófust í kjölfar þess að lögreglumenn skutu 18 ára pilt til bana.

Lögregla í St. Louis birtir myndband af skotárás

Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur birt myndband sem sýnir frá því þegar lögreglumenn skutu til bana hinn 25 ára Kajieme Powell fyrir utan verslun í borginni á þriðjudag.

Reiðin kraumar enn í Ferguson

Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×