Óeirðir í kjölfar lögregluofbeldis Guðsteinn Bjarnason skrifar 20. ágúst 2014 09:19 Barið á Rodney King árið 1991. Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi. Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Nokkuð algengt er að óeirðir brjótist út í Bandaríkjunum í kjölfar lögregluofbeldis, einkum þegar hvítir lögreglumenn verða hörundsdökku fólki að bana. Nú síðast er allt á suðupunkti í bænum Ferguson þar sem átján ára drengur var skotinn til bana af lögreglu. Meirihluti lögreglumanna í bænum er hvítur en Brown var svartur. Nokkur helstu dæmi síðustu áratuga eru hér tilgreind:1992 Óeirðir brutust út í Los Angeles eftir að fjórir lögreglumenn voru sýknaðir í máli blökkumannsins Rodneys King, þrátt fyrir að myndband næðist af þeim þar sem þeir sáust berja King til óbóta árið áður. Óeirðirnar kostuðu 53 manns lífið, en meira en tvö þúsund hlutu misalvarleg meiðsli. Tveir lögreglumannanna voru svo sakfelldir og dæmdir í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir alríkisdómstóli árið eftir, en hinir tveir sýknaðir. King lést árið 2012, 47 ára.2001 Mótmæli í Cincinnati.1996 Lögreglumaðurinn Jim Knight skaut átján ára blökkupilt, Tyron Lewis, í St. Petersburg eftir að hafa stöðvað hann fyrir of hraðan akstur. Óeirðir brutust út í borginni og stóðu í tvo daga. Lögreglumaðurinn var sýknaður nokkrum vikum síðar og hófust þá óeirðir á ný.2001 Óeirðir brutust út í Cincinnati og stóðu í nokkra daga eftir að lögreglumaður, Stephen Roach að nafni, skaut ungan blökkumann, Timothy Thomas. Roach var í hópi lögreglumanna sem voru að elta Thomas á hlaupum. Roach var seinna sýknaður af öllum ákærum. 2003 Óeirðir brutust út í Benton Harbor í Michigan eftir að vélhjólalögreglumaður hafði elt svartan mann, Terrance Shurn, sem á endanum ók mótorhjóli sínu á hús og lét þar lífið. 2009 Friðsamleg mótmæli í Oakland snerust upp í óeirðir eftir að lögreglumaður skaut óvopnaðan svartan mann, Oscar Grant, í bakið á lestarstöð. Lögreglumaðurinn, Johannes Mehserle, fékk tveggja ára fangelsisdóm fyrir manndráp af gáleysi.
Tengdar fréttir Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30 Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10 Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09 Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46 Mest lesið Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Vilja koma á óhollustuskatti Innlent Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Innlent Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Erlent Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Viðurkenna umdeilda árás en fría Hegseth ábyrgð Adolf ekki lengur Hitler Annar sonur „El Chapo“ sagður ætla að játa brot sín Fleiri en þúsund látnir vegna gífurlegra flóða Krefjast svara um fyrirskipanir Hegseth varðandi bátaárásirnar Yfirvöld í Georgíu grunuð um efnavopnanotkun gegn mótmælendum Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Biður forsetann um náðun Sundruð Evrópa ekki náð að styðja nægilega vel við Úkraínu Norskt fyrirtæki veðjar á rafknúna sjóflugvél Tæplega tvö hundruð látnir eftir hamfaraveður Fjórir látnir eftir skotárás í barnaafmæli Eitt vinsælasta leikskáld Breta látið Úkraínumenn skutu á olíuskip Rússa í Svartahafi Íslendingur í Hong Kong: „Reiðin mun koma“ Líta eigi á lofthelgi Venesúela sem lokaða Stöðva afgreiðslu allra hælisumsókna Tugir látnir eftir flóð í Taílandi og Indónesíu Sjá meira
Lögregla í St. Louis skaut ungan mann til bana Maðurinn var vopnaður hníf og hafði stolið tveimur orkudrykkjum. Mótmæli standa enn yfir í nágrannabænum Ferguson vegna svipaðs máls. 19. ágúst 2014 23:30
Ku Klux Klan á leið til Ferguson Liðsmenn samtakanna hyggjast „verja verslanir í eigu hvítra“ í þeim mótmælum sem nú hafa staðið yfir síðustu daga. 19. ágúst 2014 11:10
Reiðin kraumar enn í Ferguson Lögreglumenn í bænum Ferguson í Missouri beittu táragasi enn á ný gegn mótmælendum í bænum í nótt en þar hefur allt verið á suðupunkti frá því óvopnaður unglingspiltur var skotinn til bana af lögreglumanni. 19. ágúst 2014 08:09
Tugir handteknir en mótmælin rólegri en áður Von er á Eric Holder, dómsmálaráðherra Bandaríkjanna, til Ferguson í Missouri síðar í dag 20. ágúst 2014 10:46