Íslenski boltinn

Toft má spila með Stjörnunni í Skotlandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Rolf Toft leysir Jeppe Hansen af í Garðabænum.
Rolf Toft leysir Jeppe Hansen af í Garðabænum. mynd/aab
Danski framherjinn Rolf Toft sem Pepsi-deildarlið Stjörnunnnar samdi við út tímabilið í byrjun vikunnar er löglegur með liðinu í Evrópudeildinni.

Annað kom fram í fréttatilkynningu frá Garðbæingum þegar gengið var frá samningi við Danann en þar stóð: „Því miður getur hann ekki spilað með Stjörnunni á móti Motherwell. Hann mun samt sem áður hitta liðið í Glasgow.“

Það rétta er að Toft er löglegur með Stjörnunni sem ætti að styrkja liðið fyrir leikinn gegn Motherwell í annarri umferð forkeppni Evrópudeildarinnar á morgun.

„Hann spilar, annars hefðum við ekki verið að fljúga honum hingað,“ sagði VictorOlsen, framkvæmdastjóri Stjörnunnar, við Vísi í dag.

Toft kemur til móts við Stjörnumenn í Glasgow í dag og æfir með liðinu í fyrsta skipti síðdegis.

Framherjinn er uppalinn hjá FC Hjörring en hefur að undanförnu verið á láni hjá 1. deildar liðinu Vejle frá Danmerkurmeisturum Álaborgar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×